4. apríl 2008

Ég sótti upp til fjallanna

Ég sótti upp til fjallanna um sumarbjarta nótt. -
Sólin gleymdi dagsins háttatíma. -
Ég efni heitið, vina mín, hið dýra djásn skal sótt.
Í dimmum helli verður risaglíma.
Hæ, hó!
Ég er á nýjum sokkum og ég er á nýjum skóm.
Í öllum heimi er enginn, sem ég hræðist.



Jóhann Sigurjónsson
1880-1919

Engin ummæli: