2. apríl 2008

Á Sæfellsjökli


Hér kemur mynd úr ferðinni um síðustu helgi sem Jón Gauti fararstjóri tók. Hún sýnir aðstæður vel á toppnum. Hér er svo tölfræðin: Ferðin tók rúmar 6 klukkustundir. Þar af voru 4 klst og 32 mínútur á göngu og 1 klst og 39 mínútur í stopp. (Ja; ég fékk nú ekki að stoppa svona mikið held ég amk fannst mér ég alltaf vera á ferðinni). Heildargönguvegalengd var 12.35 km.

Þessi mynd birtist í 24stundum í gær og sýnir Æri á niðurleið. Hann er þessi efsti, svartklæddi með rauðar legghlífar og hvíta vettlinga.

Engin ummæli: