
Kjúklinga picatta
1/2 bolli hveiti
1/2 tsk salt (notaði ekki)
1/4 tsk pipar (notaði ekki)
1 kjúklingabringa (x það margfeldi af gestum sem við á)
3 mtsk smjör
1 sítróna, skorin til helminga og steinar fjarlægðir
2 tsk capers
Sósa:
3 tsk smjör
3 mtsk hveiti (notaði ekki; lét duga hveitið af bringunum)
1/2 bolli kjúklingasoð/kraftur

Helmingið bringurnar (þ.e. skerið eftir endilöngu eins og þið séuð að flaka fisk).
Blandið hveiti, salti og pipar í plastpoka og veltið bringum upp úr.
Snarphitið ólifíuolíuna og látið smá smjör útí. Þegar smjörið bráðnar er réttur hiti og brúnið bringurnar. Takið af pönnunni. Setjið kjúklingasoð ásamt sítrónusafa og smjöri og capers út í og leysið upp skánir af botni pönnunar. Látið sjóða aðeins niður.
Látið kjúklingabringur aftur út í sósuna og látið malla í smá stund. Borið fram með steinselju og grænmeti.
(ærlegt ráð: skolið capers sæmilega vel áður en sett út í réttinn)