Féll fyrir konu. Hún kom með uppskrift af kjúklinga picatta í þætti sínum "everyday italian". Eldaði þann rétt í gærkveldi fyrir góðan gest í kveðjuskyni, þar sem ég er að fara að halda á vit nýrra ævintýra í Rússía.
Kjúklinga picatta
1/2 bolli hveiti
1/2 tsk salt (notaði ekki)
1/4 tsk pipar (notaði ekki)
1 kjúklingabringa (x það margfeldi af gestum sem við á)
3 mtsk smjör
1 sítróna, skorin til helminga og steinar fjarlægðir
2 tsk capers
Sósa:
3 tsk smjör
3 mtsk hveiti (notaði ekki; lét duga hveitið af bringunum)
1/2 bolli kjúklingasoð/kraftur
Helmingið bringurnar (þ.e. skerið eftir endilöngu eins og þið séuð að flaka fisk).
Blandið hveiti, salti og pipar í plastpoka og veltið bringum upp úr.
Snarphitið ólifíuolíuna og látið smá smjör útí. Þegar smjörið bráðnar er réttur hiti og brúnið bringurnar. Takið af pönnunni. Setjið kjúklingasoð ásamt sítrónusafa og smjöri og capers út í og leysið upp skánir af botni pönnunar. Látið sjóða aðeins niður.
Látið kjúklingabringur aftur út í sósuna og látið malla í smá stund. Borið fram með steinselju og grænmeti.
(ærlegt ráð: skolið capers sæmilega vel áður en sett út í réttinn)
31. október 2007
30. október 2007
Af ljóðum punktur is
Rakst á þetta stórgóða ljóð á ljóð.is
höf: Hróel.
Húsið á sléttunni stóð tómt,
innihaldslaust, dautt.
Allt í einu birtist ljós.
Er öll von úti?
Ljósið logar dimmt
Skuggi færist yfir.
Er einhver þar?
Húsið ekki tómt?
Húsið á sléttunni stóð tómt.
Nú lýsir það myrkrið.
Ekki deyr skugginn
þótt ljósið slokkni.
höf: Hróel.
28. október 2007
Arfur frá móður
Undarlegt að engir vita
upphaf líkams varma mannsins:
einungis frá okkar móður
erfðalínur fornar rita
Líta jörðu grös og gróður
græna - strax og vorið kemur
strax og lífið ljósið nemur;
erfist þetta allt frá móður
allt hvað mæður góðar gjörðu
- gjöldum þakkir öllu fremur:
allur varmi okkur borinn
allur litur grænn á jörðu
(Erfðaefni hvatbera erfist einungis frá móður; á hvatberum byggist líkamsvarminn; eins er erfðaefni grænukorna einungi frá móðurjurtinni, þau nema ljósið; af þeim verður jörð græn).
Þetta ljóð er í nýútkominni ljóðabók Valgarðs Egilssonar; Á mörkum. Hann kenndi mér bragfræði þegar ég byrjaði að feta þann hála stíg að yrkja og las yfir fyrstu ljóðin (og leiðrétti eins og kennari stíl nemanda síns). Í staðinn fyrir ræddi ég við hann um hvatberaerfðafræði. Sátum við því löngum stundum á uppi í hesthúsi í Víðidal og skiptumst á vitneskju.
27. október 2007
Draugasaga
Kengála er kerling döpur
Í kreppu flúði börnin sín
húsum ríður, heiftug meiðir
daprar stundir draugur á
Huggun leitar helst hjá mönnum
hefur mörgum þeirra rekkt
bæli sitt hún býr að degi
sólu aldrei situr hjá
Að nóttu dreymdi drauga glímur
daginn sem hún skildi við
lík í jörðu gat hún grafið
aldrei aftur ást mun ná
Meiða reynir mun hún aftur
mædd að nóttu á hún bágt
leitar þá að ljúfum stundum
kengála sem engar á
25. október 2007
Stundum er sumar í hjarta þó að hausti.
Farinn að mála blómamyndir. Það er saga til næsta bæjar. Hvað næst?
Hvað snertir þá taug, er snýr við hjarta
snæfugl um sumar, syngdu þinn óð.
Hvar leynist blossinn með leiftrinu bjarta,
er ljómar að nóttu sem kvöldsólarglóð.
Hvenær ná hjörtun að hrærast í takti
sem hamast í einsemd að halda við mætti.
Ég yrki mín kvæði, í alheimisins tómi,
engin þau heyrir, þær nætur ég vakti.
En blómið það fölnar ef brestur sá ljómi,
er bærði við hjarta með titrandi slætti.
22. október 2007
Hvað heitir fjallið í innstu hugarfylgsnum
Þessi mynd er 15x15cm og máluð á striga mér færðum sl. vetur.
Hef verið að prófa nýja penslatækni.
Á sunnudegi var gott að vakna, þó strengir eftir átök við hesta gærdagsins segðu til sín. En að vakna og vita að maður sé ekki einn, með tilhlökkun fyrir hádegisverði. Dreif mig um hádegisbil í góðum félagsskap austur fyrir fjall að Eyrarbakka í hádegisverð, brunch. Yndislegur humar í forrétt, sjávarréttasúpa í aðalrétt og svo cremé brulée í eftirétt. Gerist vart betra enda félagsskapur við hæfi.
20. október 2007
Heklueldar
Mynd þessi er 10x10cm, örsmá og kannski af Hekluhrauni.
Fór um helgina að hjálpa vini mínum að draga skeifur undan hrossum hans. Fórum austur í Bolholt í lemjandi rigningu og roki og sóttum hestana í haga. Drógum svo undan 7 hrossum í jaðri Hekluhrauns.
Kominn aftur í bæinn dreif ég mig á kaffihús og féll þar fyrir súkkulaði freistingum, enda tímabært að hljóta verðlaun fyrir vel unnin störf.
Fór um helgina að hjálpa vini mínum að draga skeifur undan hrossum hans. Fórum austur í Bolholt í lemjandi rigningu og roki og sóttum hestana í haga. Drógum svo undan 7 hrossum í jaðri Hekluhrauns.
Kominn aftur í bæinn dreif ég mig á kaffihús og féll þar fyrir súkkulaði freistingum, enda tímabært að hljóta verðlaun fyrir vel unnin störf.
19. október 2007
Góður matur
Var með smáveislu og eldað lambaprimerib í rauðvínsedik maringeringu.
Lambaprimerib 250gr á mann
150ml rauðvín
2 mtsk balsamic edic
2 mtsk olía
1 laukur
1 mtsk eða e. smekk. Lamb islandia frá pottagöldrum eða ferskar kryddjurtir.
salt og pipar e. smekk.
Maður á víst að hakka laukinn en ég brytja hann nú bara og blanda saman við kryddið, edikið og olíuna og blanda svo rauðvíni útí. Helt yfir kjötið og það marinerað í 1-4 klst,
saltað og piprað e. smekk og síðan grillað 4-6 mín á hvorri hlið.
Marinvökvinn settur í pott og soðinn vel niður við snarpan hita og borin fram með kjötinu.
Verði ykkur að góðu
18. október 2007
Hvaða lit má bjóða þér?
17. október 2007
Hverjum klukkan glymur
Í vor lét ég loks verða af því að setja veggklukku móður minnar heitinnar upp á vegg. Þar sló hún á hverju klukkutíma og klukkan 1 á nóttunni sló hún 11 högg fyrstu næturnar. Það þótti mér undarlegt. Ég stoppaði hana og lét vísana sýna miðnætti. Þannig hefur hún staðið í nokkra mánuði óhreyfð. Nema nú í vikunni tók ég eftir að vísarnir höfðu færst til, þrátt fyrir að klukkan hefði ekki verið trekkt upp. Þannig stendur hún nú. Það sem meira var að ég sá svo aðra klukku í stofunni hjá mér sem einnig var stopp og búin að vera það í svipaðan tíma. Ég læt hér fylgja myndir af þeim. Hefur einhver skýringu?
16. október 2007
15. október 2007
12. október 2007
Í Öxarfirði
Þá koma loks fleiri myndir úr hestaferð sumarsins.
Þar í fararbroddi, Þorbjörg á Hófi og Ingólfur á Lenín.
Myndirnar teknar í Öxarfirði. Daginn áður var riðið einhesta upp með Jökulsá á Fjöllum austanmegin. Nú var leiðinni hinsvegar heitið vestur yfir Jöklu og upp í Þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum. Framhjá Ásbyrgi, upp að Hljóðaklettum og Vesturdal og að Svínhaga þar sem við fengum næturhólf fyrir hestana.
Þar í fararbroddi, Þorbjörg á Hófi og Ingólfur á Lenín.
Myndirnar teknar í Öxarfirði. Daginn áður var riðið einhesta upp með Jökulsá á Fjöllum austanmegin. Nú var leiðinni hinsvegar heitið vestur yfir Jöklu og upp í Þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum. Framhjá Ásbyrgi, upp að Hljóðaklettum og Vesturdal og að Svínhaga þar sem við fengum næturhólf fyrir hestana.
11. október 2007
Baðkar fyrir hávaxna eða háfætta
Alheimsins tóm
Þá eykst orðspor. Þetta gamla ljóð mitt var lesið upp fyrir nemendur KHÍ.
Hvað snertir þá taug, er snýr við hjarta
snæfugl um sumar, syngdu þinn óð.
Hvar leynist blossinn með leiftrinu bjarta,
er ljómar að nóttu sem kvöldsólarglóð.
Hvenær ná hjörtun að hrærast í takti
sem hamast í einsemd að halda við mætti.
Ég yrki mín kvæði, í alheimisins tómi,
engin þau heyrir, þær nætur ég vakti.
En blómið það fölnar ef brestur sá ljómi,
er bærði við hjarta með titrandi slætti.
(mynd e. Nínu Tryggvadóttur)
Hvað snertir þá taug, er snýr við hjarta
snæfugl um sumar, syngdu þinn óð.
Hvar leynist blossinn með leiftrinu bjarta,
er ljómar að nóttu sem kvöldsólarglóð.
Hvenær ná hjörtun að hrærast í takti
sem hamast í einsemd að halda við mætti.
Ég yrki mín kvæði, í alheimisins tómi,
engin þau heyrir, þær nætur ég vakti.
En blómið það fölnar ef brestur sá ljómi,
er bærði við hjarta með titrandi slætti.
(mynd e. Nínu Tryggvadóttur)
8. október 2007
Döðlukjúklingur
Sunnudagar eru fjölskyldudagar.
Tók því rólega um helgina. Sinnti sjúkum hesti, og ræddi málin lengi við félaga mína á kaffistofunni í Faxabóli. Fór í leiðangur og keypti blöndunartæki á nýja baðherbergið í nýja húsið sem nú er að taka á sig mynd með glæsilegum flísum í hólf og gólf.
Á sunnudegi hellti ég upp á te fyrir systur mína. Vígði þar með tebollana frá Royal Copenhagen.
Fékk svo krakkana mína (þeim fer fjölgandi) í mat um kvöldið og prófaði nýja uppskrift. Döðlukjúklingur var það og fékk hann góða dóma matgæðinganna.
Í réttinn þarf:
Kjúklingabita
Karrý
Saxaðan lauk
Döðlur
Hnetur
Epli
Salt
Pipar
Smjör/olía
Rjóma
Tók því rólega um helgina. Sinnti sjúkum hesti, og ræddi málin lengi við félaga mína á kaffistofunni í Faxabóli. Fór í leiðangur og keypti blöndunartæki á nýja baðherbergið í nýja húsið sem nú er að taka á sig mynd með glæsilegum flísum í hólf og gólf.
Á sunnudegi hellti ég upp á te fyrir systur mína. Vígði þar með tebollana frá Royal Copenhagen.
Fékk svo krakkana mína (þeim fer fjölgandi) í mat um kvöldið og prófaði nýja uppskrift. Döðlukjúklingur var það og fékk hann góða dóma matgæðinganna.
Í réttinn þarf:
Kjúklingabita
Karrý
Saxaðan lauk
Döðlur
Hnetur
Epli
Salt
Pipar
Smjör/olía
Rjóma
Ljóð dagsins 7. október
Hugljómi
Hugljómi með
snertingunni
bræðir
myrkrið glóir
aftur og aftur
og geislar út
svo áborið fræ
ber ávöxt
og andar á ný
Hugljómi með
snertingunni
bræðir
myrkrið glóir
aftur og aftur
og geislar út
svo áborið fræ
ber ávöxt
og andar á ný
6. október 2007
Spor
Hvar liggja mín spor
á fjallsins egghvössu brún
tvíátta hugur
haustsins margræðu litir
vorsins fölnuðu blóm.
á fjallsins egghvössu brún
tvíátta hugur
haustsins margræðu litir
vorsins fölnuðu blóm.
3. október 2007
Ljóð dagsins - 3. október
Dreyri
Í gulum stráum
og dreyrrauðum laufblöðum
syngur haustþeyrinn
kveðju í síðasta sinn.
Hvar skildu leiðir um vor.
(oktober 2007, tanka)
Í gulum stráum
og dreyrrauðum laufblöðum
syngur haustþeyrinn
kveðju í síðasta sinn.
Hvar skildu leiðir um vor.
(oktober 2007, tanka)
Work in progress
2. október 2007
Blær
Með haustlitablæ
speglast í flóanum mynd
og drúpir minning
sem varpast í hjarta þitt
og bræðir hrímkaldan hug
(oktober 2007; tanka)
speglast í flóanum mynd
og drúpir minning
sem varpast í hjarta þitt
og bræðir hrímkaldan hug
(oktober 2007; tanka)
1. október 2007
Mynd af mynd
Mynd þessi prýðir nú skrifstofuna mína, tekin af Padraig Grant í Sómalíu 1992 og sýnir 17 ára stúlku sem vann við að aðstoða starfsfólk hjálparstofnunar. Í búðirnar gekk hún á hverjum degi og hafði meðferðis Kalsnikow rifill á öxlinni sér til varnar. Myndin virðist spegilmynd því á mótin henni stendur önnur kona, en hún er í þurrum fötum.
Myndina keypti ég til stuðnings Iceaid, hjálparsamtökunum. Hún minnir okkur á að stundum þarf maður að grípa til allra sinna vopna, - til þess eins að geta mætt í vinnuna.
Myndina keypti ég til stuðnings Iceaid, hjálparsamtökunum. Hún minnir okkur á að stundum þarf maður að grípa til allra sinna vopna, - til þess eins að geta mætt í vinnuna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)