3. júlí 2007

Forn-germanskt uppeldi

Var að lesa viðtal við Valgarð Egilsson í læknablaðinu. Þar má finna eftirfarandi.
"Valgarður er fæddur á Grenivík árið 1940 og alinn upp að eigin sögn á "forn-germanskan hátt". Hvað felst í því?
"Að vera utanhústegund og ekki vanur stofuhita í híbýlum. Vera sífellt vakandi fyrir náttúrunni og eiga allt undir henni. Fylgjast vel með veðrabrigðum og kunna að lesa úr skýjafari. Ef maður sá þoku safnast í Hvanndalabjörgin þá vissi maður að vindur var að koma að norðaustan og eins gott að safna fénu saman. Það er ansi fjarri uppeldisaðferðum í þéttbýli nútímans að vera strax 8-9 ára gamall orðinn ábyrgur fyrir hjörð heimilisins. Þá er maður að gá til veðurs oft á dag og skynjar allt umhverfið útfrá því...."
Læknablaðið 2007, 6, 500-501.

Engin ummæli: