11. júlí 2007

Bésame

Kossinn þinn heitan,
kysstu mig, kysstu mig oft
ef kveðjumst í dag
vonin í hjarta mér deyr
aldrei við snertumst á ný.

Augun þín djúpblá
kom, kom þú nær mér í kvöld
í djúpinu speglar
speglast í augunum ást
á morgun ég söknuðinn ber

Í húmi ég kveð
mitt hinsta og fegursta ljóð
handa þér einni
hræðist ei söknuðinn meir
ef kyssir, kyssir þú mig

Ást, haltu mér fast
við faðminn þinn þétt í nótt
fjarlægðin heilsar
ekkert ég þekki svo sárt
augun þín hverfa á braut.

Kysstu mig lengi
í draumum komdu til mín
geymdu í augum
spegilmynd ástar sem dó
aftur mig vektu til lífs.


tanka nr. 15.

Engin ummæli: