Fór snemma á fætur á sunnudagsmorngi og fékk þá góðu hugmynd að hringja í skógfræðinginn vin minn og bjóða á hestbak, enda haft talsvert fyrir að flytja hesta í nýja haga kvöldið áður. Viti menn hann var aldeilis til í það. Reyndar bauð ég honum að koma og skoða skógræktina í Bolholti og þegar hann var búinn að jánka því nefndi ég í framhjáhlaupi að ég gæti skotið undir okkur hestum til að geta séð meira og fleiri tré. Hann þáði það. Á leiðinni komum við við hjá Ingbjörgu í gróðrarstöð Ingibjargar í Hveragerði, því við það myndi lund hans léttast enn meir. Skoðuðum framboð af trjám og þar beið okkar líka þessi fallegi og mannhæða hái askur, sem skógfræðingur heimtaði að kaupa og færa mér. Sagði mig vanta fórnartré í Ljósheima. Nokkuð gekk erfiðlega að slíta skógfræðinginn fá Ingibjörgu og föngulegri dóttur hennar enda þær vel spjallfærar um kynlíf íleusa, sem ég komst að seint og um síðir væri svokallaður kristþyrnir. Hafði skógfræðingurinn nýlega keypt bæði karl og kventré á þessum stað og flutt í garðinn sinn og beið nú eftir að upphæfis vilt kynlíf þessa trjápars og úr yrðu rauð ber. En til þess þurfti flugur. Ég skaut inn í að þetta væri svona eitthvað í líkingu við cybersex sem nú tíðkast á ýmsum spjallsíðum þar sem stundað er fjarkynlíf í gegnum eða með hjálp tölva.
Við Rangá beisluðum við tvo hesta. Ég hafði leyfi á Glóa og við hæfi var að ég skyti undir skógfræðinginn góðhryssunni Skuld. Vonaði þó að hún hefði ekki veruleg áhrif á örlög hans amk ekki þennan daginn. Riðum um héraðið og vitnuðum í Njálu. Skoðuðum tjálundi og dáðumst af stafafurum. Drukku kaffi og höfðum dýrmætan vinnutíma af Bolhyltingum.
Síðla dags fórum við og í Ljósheima og drifum okkur upp Ljósheimaboulevard í lága drifinu. Plöntuðum Asknum við hlið frjósemisjurtarinnar valhumals. Helguðum fórnarreitinn í Þórslundi og skipulögðum vatnsveitu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli