10. mars 2006

Ærifákur

Crazy horse barðist fyrir ættbálk sinn og þjóð Lakota indíána. En í dag fór ég á bak Greifa í fyrsta sinn. Ég teymdi hann niður að hringgerði og á leiðinni var hann mjög órólegur, hneggjaði oft og hátt. Við þurftum svo að bíða og þegar hann heyrði í hestinum inn í tunnunni fældist hann trekk í trekk og stökk og ærslaðist. Voru mér að fallast hendur, þegar loks viðkomumst inn til að hefja æfingar. Nokkurn tíma tók að róa hann niður en svo slakaði hann á. Ég laumaðist varlega á bak og við fórum okkar fyrstu hringi. Smám saman fór þetta að ganga betur og við skyldum sáttir. Áður en ég komst á bak varð mér hugsað til þess að hesturinn væri brjálaður, eða öllu heldur ég væri það að ætla mér á bak. En svo yfirvann ég óttann og það gerði Greifi líka. En kannski verður hann á næstunni í huga mér Ærifákur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við höfum séð þessa ágætu styttu tvisvar sinnum með margra ára millibili, án mikilla framfara. Það sorglega er að þeir hafa nánast ekkert fjármagn til að klára, svolítið annað en forsetahausarnir sem eru í nokkurra kílómetra fjarlægð og byggðir á helgu landi indíánanna. Mount Rushmore var fjármagnað af ríkinu og var lokið á örfáum árum. Crazy Horse er búið að vera í bygginu að ég held í meira en hálfa öld. Það var og er lítil virðing borin fyrir indíánunum og þeirra sögu hér í landi.

Nafnlaus sagði...

Einu tengslin sem Halur hefir við Crazy Horse eru þau, sem hann fær reglulega via Neil Young og bandið hans gamla Crazy Horse. Sá hestur svíkur aldrei, en ekki þýðir að deila um smekk fremur en fyrrum.
Halur