1. mars 2006

Óráð

Nú skil ég betur allar áhyggjur af influenzu og stökkbreytingum. Hefði betur látið bólusetja mig sl. haust. Ætla í te og hunang og sítrónur í dag. Auk hinna klassísku einkenna um hausverk, hósta og takverk í síðum með kölduköstum og svitabaði, þá upplifði ég að liggja í óráði í gær. Heldur óskemmtileg reynsla. Ásóttur af illum öndum sem skekktu gólfjalir, svo stólar ruku um köll og ég sjálfur með andlitislömun svo sá ekki út um annað augað. Reyndi af veikum mætti að fara með særingarþulur til að reka burt þennan ófögnuð. Reyndist þá málhaltur og þvöglumæltur. En svo bráði af mér aftur og fagnaði þessum heimi.

Engin ummæli: