Sofa urtubörn
á útskerjum.
Veltur sjór yfir þau,
og enginn þau svæfir.
Sofa kisubörn
á kerhlemmum,
murra og mala,
og enginn þau svæfir.
Sofa grýlubörn
á grjóthólum,
urra og ýla,
og enginn þau svæfir.
Sofa bolabörn,
á báshellum,
moð fyrir múla,
og enginn þau svæfir.
Sofa mannabörn,
í mjúku rúmi,
bía og kveða,
og babbi þau svæfir.
2. mars 2006
Á útskerjum
Átti erfitt með að sofna í gær, enda fossaði úr bólgnum vitum mínum, -inflenzutár. Fékk slæm skútabólgueinkenni með verkjum í andlitsbeinu og sírennsli. Loksins þegar takverkurinn minnkaði í brjóstinu. Varð þá hugsað til vögguvísu sem ég heyrði nýlega og sofnaði með stefið í heilaberkinum. Í dag er ég heyrnalaus.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli