1. mars 2006

Seyði

Það er ágætt að eiga góða að. Systir mín sá sig auma og sauð handa mér grasaseyði. Úr fjallgrösum týndum norður í Ófeigsfirði á Ströndum. Hún færði mér það í rúmið upp úr hádegi í dag. Seyðið er rammt og rífur í. En eftir einn bolla er mér strax farið að líða betur. Er að reyna að þjösna öðrum bolla í mig núna. Hef reyndar bætt við límonusneið og hunangi sem ég á enn frá því ég reyndi fyrir mér við bakstur hér margt fyrir löngu.

Svei mér þá, ef ég trúi bara ekki á að þetta virki.

Engin ummæli: