16. mars 2006

Smákrimmagrín

Leikhúsgagnrýni Moggans er helsta heimild fyrir uppgangi menningar á landinu. Fyrr í þessari viku, á þriðjudag, var umfjöllun um skólaleikrit MS. Þar er vakin athygli á því að:
"Af leikurum vekja mesta athygli ..[litli kall Ærisson].. sem gerir smákrimmann góðhjartaða, Ella, að stærri persónu en hlutverkið gefur tilefni til".
Ekki var það nú slæmur dómur. Hvaðan koma þessir hæfileikar?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þar fer nú ekkert á milli mála hvaðan drengurinn hefur þetta. Ég man ekki betur en pabbi hans haf haft uppi magnaða leiklist þegar hann vildi ná sínu fram á yngri árum (kannski hefur það ekkert breyst).
Svo var nú afi Addi nokkuð frægur fyrir sína túlkun á ýmsum katakterum bókmenntanna á Hólmavík, má þar nefna annan stúdentinn í Ævintýri á gönguför svo eitthvað sé til haga haldið.
Haltu áfram á þessari braut Hólmgeir, hún gefur mikið af sér.

kv.