21. mars 2006

Einstefna

Andar, hlustið,
heyrið húmið
nálagst, eilífð
á næsta leiti,
sem teigar
næturró
og berst inn um
opinn gluggann.

Marrið í nagla-
dekkjum rífur þögnina.
eins og malbikið
biksvart límt við svörð.
Und-r var í árdaga,
gróinn teigur,
gras og lækur
og blóm fyrir bý.

Í hugarþey og
hvirfilgolum,
upp vaxa aftur
stör og hnappur
af hlýjum andblæ
ef elskar aftur
og yrkir gróður
við götuna til baka
og fram á veg.

Úr engu varð allt
og andefni hvarfast
í tíma og rúmi
efnisheims
sem ekki var til.
Hvaðan kom
andinn í efnið
sem græðir
og gleður
og sorgina sefar.

Ferðast hann einn
og aldrei stoppar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Greinilega batnandi melankólía ef mið er tekið af fyrra broti. Eins er með manninn og veðrið: klaki og ekki klaki. Nú er klaki í Skagafirði utan dyra.
Halur