30. desember 2004

Ljóðað á milli landshluta.

Enn á frændi minn þakkir skilið fyrir lapsus linguae. Þar eru ýmis gullkorn, en einnig leir. Af væntumþykju sendi ég honum eftirfarandi vísur, ódýrar að sjálfsögðu, í september sl. Tilefnið var auðvitað að hann var farinn að birta hugsanir sínar, sem eru frjókorn sem falla til jarðar og við grípum eins og nemendur Sokratesar áður fyrr. En þar sem markmiðið er að hafa eigin leir á eigin síðum (sem gerast æ þykkari i orðisins margvíslegu merkingu) er þetta látið fljóta með. Enda ekkert frekara hugsað síðan sl. haust. Þetta sendi ég á vin minn í lapsus linguae (sjá nánar með að smella á fyrirsögn að ofan, eða link að neðan):

Í tilefni að því að hægt er að skjóta á þig beint að sunnan:

Rafkver og rökhugsun eru eitt,
reyndar fjalla ekki um neitt.
Liðast um netið og þykir leitt,
lengi finnst þar að þér sneytt.

Og svo vegna pistills um lyktnæmi viðskiptavina Kaupangurs:

Margar sögur mér sagðar eiru
sumar hverjar í þá veiru,
að netið sé búklegt,
en fjarri því brúklegt,
ef hland og kúkur lykta af seyru.

Engin ummæli: