30. desember 2004

Fjórði maðurinn, - Skagafjörður

Ég á einn frænda noður í landi, eins og áður er komið fram. Hann er skáld, auk þess að vera ágætur læknir og vinsæll. Ég reyndi að bauka að honum vísum, ódýrt kveðnum, að sjálfsögðu, eins og áður. Hann átti góðan sprett á kaffihúsi á Sauðárkróki eftir að hafa læknað margan manninn (og fyrir þá sem vilja kynna sér það nánar geta smellt á fyrirsögnina að ofan eða link að neðan; enda er ég að bæta tæknina dag frá degi). Eitthvað kom fjóspúkinn við sögu í þeim hugleiðingum og með fyrri lýsingar hans frá Kaupangi nokkrum dögum áður var honum sent þessi litla staka sem hægt er að hnoða saman á fleiri en eina vegu:

Í Skagafirði
(sent til frænda míns á lapsus linguae 16 septembris MMIV)

Í blíðviðrinu berst um vitin,
svitinn.
Fjórði maðurinn finnur fnykinn,
fallegur á litinn.

Í blíðviðrinu berst svitinn,
um vitin.
Fjóspúkinn finnur fnykinn,
fallegur á litinn.

En frændi minn er skáld og mátaði mig með dýrt kveðnum norðan ljóðum sem eiga bara heima á hinum vandaðasta og þykkasta pappír. En slíkur pappír er til margsvíslegra hluta nystamlegur og ef á hann er ort, - fróðlegur.

Frændi minn orti á Lapsus Linguae föstudaginn 17. septembris anno MMIV:

Frænda eru þakkir færðar
fyrir braginn,
en vænti fjóspúkinn værðar,
Vali frá um daginn?

Fjóspúkinn fnykinn eigi kann
að þakka,
þegar refur í læknislíki - hann
langar á að bakka.

Fnykurinn fjóspúka olli leiða
þegar fann.
Ei hann vissi - á var að skeiða,
Valur hann.

Að fanga góðan fnyk,
fáum er gefið,
en fjóspúkinn fær prik
fyrir þefið.

Þótt frægur sértu púki fjóss,
frægara er þitt nef.
Kætist og kviknar ljós
í kúkaþef.

Postscript:
Síðan þetta barst hef ég ekkert ort. Engar vísur samið. Enda kemst ég ekki skó frænda míns, sem er fyrirmynd mín að flestu góðu, - en engu slæmu sem ég aðhefst. Gott er að eiga góða frændur.



Engin ummæli: