21. desember 2004

JÓLA- OG NÝÁRSKVEÐJUR


Jólakveðjur Posted by Hello

Í dag nálgast jólin og ágætur endir á viðburðarríku ári er að hefja skráningu dagbókarbrots og birta á eigin heimasíðu. Hafa ýmsir tekið upp þennan sið, en ekki hefur það höfðað til mín. Það verð ég að segja. En lengi má manninn reyna. Þetta gæti reynst ágætis afþreying og vettvangur til að demba yfir þjóðina, en þó aðallega vini og kunningja þönkum og flökkusögum sem verða á vegi mínum. Svo má lauma einstaka mynd með. Hér fylgir ein, tekin á sl. sumri. Nánar tiltekið í águst, úti á Látrabjargi.

Við sjáum hverju framvindur og hvort framhald verður á þessu.

Engin ummæli: