30. desember 2004

Af brún Látrabjargs í ágúst 2004


Af brún Látrabjargs í ágúst 2004. Þorbjörg fékk þessa mynd lánaða til að nota sem jólakort hennar og Börge hjá Hönnun. Læt hana fylgja með svo þið sjáið meira af því sem við höfum verið að bauka.

Nýárskveðjur frá Látrabjargi


Á liðnu sumri brá ég mér í Látrabjarg og tók nokkrar myndir þar, sem við Þorbjörg höfum notað í jóla og áramótakort. Hér er myndin sem fór til vina erlendis um áramótin.

Fjórði maðurinn, - Skagafjörður

Ég á einn frænda noður í landi, eins og áður er komið fram. Hann er skáld, auk þess að vera ágætur læknir og vinsæll. Ég reyndi að bauka að honum vísum, ódýrt kveðnum, að sjálfsögðu, eins og áður. Hann átti góðan sprett á kaffihúsi á Sauðárkróki eftir að hafa læknað margan manninn (og fyrir þá sem vilja kynna sér það nánar geta smellt á fyrirsögnina að ofan eða link að neðan; enda er ég að bæta tæknina dag frá degi). Eitthvað kom fjóspúkinn við sögu í þeim hugleiðingum og með fyrri lýsingar hans frá Kaupangi nokkrum dögum áður var honum sent þessi litla staka sem hægt er að hnoða saman á fleiri en eina vegu:

Í Skagafirði
(sent til frænda míns á lapsus linguae 16 septembris MMIV)

Í blíðviðrinu berst um vitin,
svitinn.
Fjórði maðurinn finnur fnykinn,
fallegur á litinn.

Í blíðviðrinu berst svitinn,
um vitin.
Fjóspúkinn finnur fnykinn,
fallegur á litinn.

En frændi minn er skáld og mátaði mig með dýrt kveðnum norðan ljóðum sem eiga bara heima á hinum vandaðasta og þykkasta pappír. En slíkur pappír er til margsvíslegra hluta nystamlegur og ef á hann er ort, - fróðlegur.

Frændi minn orti á Lapsus Linguae föstudaginn 17. septembris anno MMIV:

Frænda eru þakkir færðar
fyrir braginn,
en vænti fjóspúkinn værðar,
Vali frá um daginn?

Fjóspúkinn fnykinn eigi kann
að þakka,
þegar refur í læknislíki - hann
langar á að bakka.

Fnykurinn fjóspúka olli leiða
þegar fann.
Ei hann vissi - á var að skeiða,
Valur hann.

Að fanga góðan fnyk,
fáum er gefið,
en fjóspúkinn fær prik
fyrir þefið.

Þótt frægur sértu púki fjóss,
frægara er þitt nef.
Kætist og kviknar ljós
í kúkaþef.

Postscript:
Síðan þetta barst hef ég ekkert ort. Engar vísur samið. Enda kemst ég ekki skó frænda míns, sem er fyrirmynd mín að flestu góðu, - en engu slæmu sem ég aðhefst. Gott er að eiga góða frændur.



Ljóðað á milli landshluta.

Enn á frændi minn þakkir skilið fyrir lapsus linguae. Þar eru ýmis gullkorn, en einnig leir. Af væntumþykju sendi ég honum eftirfarandi vísur, ódýrar að sjálfsögðu, í september sl. Tilefnið var auðvitað að hann var farinn að birta hugsanir sínar, sem eru frjókorn sem falla til jarðar og við grípum eins og nemendur Sokratesar áður fyrr. En þar sem markmiðið er að hafa eigin leir á eigin síðum (sem gerast æ þykkari i orðisins margvíslegu merkingu) er þetta látið fljóta með. Enda ekkert frekara hugsað síðan sl. haust. Þetta sendi ég á vin minn í lapsus linguae (sjá nánar með að smella á fyrirsögn að ofan, eða link að neðan):

Í tilefni að því að hægt er að skjóta á þig beint að sunnan:

Rafkver og rökhugsun eru eitt,
reyndar fjalla ekki um neitt.
Liðast um netið og þykir leitt,
lengi finnst þar að þér sneytt.

Og svo vegna pistills um lyktnæmi viðskiptavina Kaupangurs:

Margar sögur mér sagðar eiru
sumar hverjar í þá veiru,
að netið sé búklegt,
en fjarri því brúklegt,
ef hland og kúkur lykta af seyru.

Maður ársins.

Frændi minn einn norður í landi skrafar á netið (lapsus linguae), og er fyrirmynd mín í því sem og svo mörgu öðru. Hann telur brýnt að maður ársins verði valinn og telur að þar þurfi hver og einn að líta í eiginn barm. En í mínum hug komu aðeins tveir menn til greina. Hestamaðurinn og veiðimaðurinn. En eftir nokkra yfirlegu og kynni mín af þessum, um margt svo ólíku manntegundum er ekki nokkur vafi á því að maður ársins er að sjálfsögðu Veiðimaðurinn, hinn eini og sanni. Sendi í því tilefni, frænda mínum hið fornkveðna, en svo telst allt sem ort er fyrir miðja síðustu öld. Hefði viljað senda eitthvað frumort en það allt leirburður eins annað sem frá mér kemur og alþjóð veit eða mun náttúrulega komast að þótt síðar verði.
Vona að minn þröngi lesendahópur eigi friðsæl áramót og takið árinu 2005 af æðruleysi þinn


VEIÐIMANNAVÍSUR

Það vorar fyrr en varir
Og vonir hefja flug
Er fannir fer að leysa,
menn fyllast veiðihug.
Veiðimenn eru enn
Ekki af baki dottnir,
og fyrr en varir fram á heiðar þotnir.

Þá verður veruleiki
að vaða elg og streng,
og stoltir menn með stengur
þá standa vart í keng.
Veiðimenn eru enn
alltaf borubrattir,
en standa stundum nokkuð fattir.

En kalt er fram til fjalla
og fremur rysjótt tíð,
þó reynast raunabætur,
ef ráðskonan er blíð.
Veiðimenn eiga enn
eld, sem naumast dvínar,
Oo einnig fyrir eiginkonur sínar.

Og oft er um það talað
að aftni liðins dags,
hve kænlega var kastað,
þó kræktist ekki í lax.
Veiðimenn eru enn
ei til sagna tregir,
og eins og gengur: undurfurðulegir.

En eins og sögur sanna
og sérhver maður veit,
sá lax var aldrei léttur,
sem línu og girni sleit.
Veiðimenn víða enn
væna drætti hreppa,
þótt stundum vilji happ úr hendi sleppa.

Í vitund veiðimanna
er vertíð ár og síð,
því stríðið við hinn Stóra,
það stendur alla tíð.
Veiðimenn eru enn
elju og kappi gæddir.
Er furða þó að fiskar verði hræddir?

Guðmundur Sigurðsson.
Úr bókinni Dýrt spaug. Heimslystavísur og hermiljóð
Helgafell 1962.

22. desember 2004

Ærir - orðskýring.

Við val á nafni á heimasíðu eða skrafsíðu sem er kannski betri lýsing á bloggi, kemur ýmislegt til álita. Nýlega rakst ég á nafnorðið ærir og var nokkurn tíma að átta mig á því. Fann ágæta skýringu í Lexicon Poeticum. Finnst hún svolítið flottari en árar eins og við þekkjum orðmyndina í dag. Ærir hafa verið notaðir í skáldskap hér áður fyrr og til gamans er því eftirfarandi skýring höfð með. Þannig hugnast mér vel að kenningum sem tengjast ásum, skipum og baráttumönnum. En svo má líka segja að þegar farið er að skrifa á ljórann, sem allir geta séð inn um þá sé fjandinn laus.

órr, m, (-ar [der dog ikke findes] ; ærir, senere også árar, især i bet. djævle),

1) en, der (på en andens vegne) skal udföre noget, sendebud, tjener, Þul IV j 3 ; óku ærir Rþ 39, sendi óru Hhund I 21, Oddrgr 25, spilla órum Herv VII 13 ; Yggs ærir, aserne, Þdís 1, 1, konungs ærir Sigv 12, 23. 13, 22, Ósu órr Yt 34 ; órr goðs, guds tjæner, troens forkynder, Ód 9 (her dat. ór) ; árar fjanda Gdβ 30, árar (alene) Mv III 17.

2) bruges hyppig i kenninger for krigere, mænd, og bet. da udförere af noget (kamp) el. de, der (ved brug af våben) udförer en gærning el. overhovedet benytter noget (f. eks. skibe) : efter kamp, oddbragðs órr Hfr 3, 22, örbragðs órr Rst 18, oddgefnar órr (ved rettelse) Gunnl Lv 4 (f. hds. arfi kunde man gætte på eflir el. œsir, så at oddgefnar eflir el. œsir blev subj. til stefni ; auðveitir bliver da subj. til gefr), sverðregns órr Húsdr 12, órr hjörva þeys Ód 26, árar þrimu benstara minnis EGils 1, 23, árar fleinþeys sm 3, 17, jfr órr ara steikar (skr.aurr) GSúrs 15 ; efter sværd, órr undlinns Þorm 1, 6, órr hers skins Pl 9, órr brands Leið 44, órr eggmóts ljóss Líkn 9 ; efter hjælm, órr hjalms GDropl 4, órr (rettelse for as) gollhjalma Hl 27 b ; efter skjold, órr geirbrúar Vell 16, órr hildar borðs GDropl 3 ; efter bue, órr alms Sigv 12, 10 ; efter rigdom og guld, órr auðs Bjhít 2, 9, ÞjóðA 1, 16, órr golls ÞKolb 3, 4, órr ósa kyndils Þorm 2, 1, órr orms landa ESk 6, 23, órr fleyvangs fúra Brandr, órr hauka klifs elds Hfr 3, 21, órr sauðnis látrs EGils 1, 1 ; efter skib, órr flausta EBrún, órr unnviggs Eskál Lv 3, órr strenghreins Þorm 1, 12, órr hlýra hrafns sm 1, 8, órr hríðar skæs Eviðs 1, órr unnblakks Pl 13, órr unnfress Pl 54, órr skorðu mars Gyð 6, jfr órr þoptu Kolb 2, 3, órr stýris Pl 25 ; for engle : ærir öðlings heiðar bæs Leið 23. Jfr fleygi-, geymi-, gæti-, hjaldr-, hjalm-, morð-.

21. desember 2004

JÓLA- OG NÝÁRSKVEÐJUR


Jólakveðjur Posted by Hello

Í dag nálgast jólin og ágætur endir á viðburðarríku ári er að hefja skráningu dagbókarbrots og birta á eigin heimasíðu. Hafa ýmsir tekið upp þennan sið, en ekki hefur það höfðað til mín. Það verð ég að segja. En lengi má manninn reyna. Þetta gæti reynst ágætis afþreying og vettvangur til að demba yfir þjóðina, en þó aðallega vini og kunningja þönkum og flökkusögum sem verða á vegi mínum. Svo má lauma einstaka mynd með. Hér fylgir ein, tekin á sl. sumri. Nánar tiltekið í águst, úti á Látrabjargi.

Við sjáum hverju framvindur og hvort framhald verður á þessu.