31. maí 2010

Walesa, Havel og Gnarr

Það kom að því að búsáhaldabyltingin fyndi sér farveg á ný. Kaos kennir okkur að búast við því óvænta. Þetta var sannarlega óvænt. Besti flokkurinn reynist íslenski byltingarflokkurinn sem ögrar og storkar hefðbundum valdahlutföllum. Stundum erum breytingarnar knúnar áfram af verkalýðsleiðtogum líkt og í Póllandi og stundum af fólki úr heimi menninga og lista líkt og í Tékklandi. Hér er það menningararmurinn sem ýtir málum áfram. Það sem var óvænt var að úr hvaða geira lista og menningar aflið kom sem knýr næsta fasa lýðræðisþróunarinnar. Eina rétta í stöðunni væri að hópurinn myndaði minnihlutastjórn. 15-0 yrði algjör skellur,- en ríkjandi valdastofnanir munu reyna að knýja slíka lausn fram.

Engin ummæli: