Ég er þjóðremba í þeim skilningi að ég unni Íslandi og öllu því sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða - Kýs jöfnuð, réttlæti og að leggja mitt af mörkum til samfélagsins - en ætla ekki að vera í þeim fámenna hópi sem virðist eiga að bera uppi Ísland í gegnum þrengingarnar á meðan friðaðir fjármagnseigendur og afturgöngufjármálastofnanir njóta góðs af neyðarlögum og niðurfærsluleiðum með samansaumaða stjórnendur og slitastjórnir makandi krókinn í brúnni. Ákvað því að taka út nýja "tryggingu" og bætast í hóp þeirra sem skráðir eru á sænskunámskeið í endurmenntunarstofnun.
Ég vil samvinnu um úrlausnir. Ekki einhliða ákvarðanir þeirra sem vilja vernda fjármagn, ofvaxið bankakerfi og sérhagsmuni afturgenginna fjármálastofnanna hverju nafni sem þær kunna að nefnast. Lífeyrissjoðakerfið þolir skuldaaðlögun félagsmanna sinna. Það fær skell en hann verður skammvinnur. Allt annað er bull. Skammtíma sjónarmið þeirra sem nú fá greiddan lífeyri úr kassanum mega ekki ráða för. Auður sjóðanna hefur byggst upp á innan við hálfum mannsaldri. Haldi þeir öðru til streitu fá þeir enn minna í kassann því við verðum farinn af skerinu. Hver borgar þá brúsann, -iðgjöldinn, skattana og útsvarið.
Er ódýrara fyrir íbúðalánasjóð að sitja uppi með tómar íbúðir í þúsunda tali, sem engum arði skilar en bera daglegan kostnað fremur en taka þátt í að leiðrétta verðtryggingarskellinn með viðskiptavinum sínum. Á ég að borga skatta til halda við tómum íbúðum og greiða af þeim opinber gjöld. Þá vil ég heldur að þeir renni til samfélagsins, þ.e. þeirra sem á því þurfa að halda. Fjölskyldna sem nú búa við upplausn og tryggja þeim heimili. Rekstur heimilanna í landinu er mér meir í mun, en eiginfjárhlutfall íbúðalánasjóðs sem má bæta á lengri tíma. Fjölskylda sem flosnar upp frá heimili bíður þess aldrei bætur. Ég vil hafa um það að segja í hvað skattar sem á mig eru lagðir fara.
Þegar meira fjármagn kemst í umferð, eftir almenna leiðréttingu verðtryggingarmisréttis, réttir úr kútnum og það má ekki bara vera gamla lífeyrissjóðaelítan sem sér um skömmtunina á því sem til skiptana er, heldur almenningur sjálfur.
Hef búið erlendis um árabil, f uþb áratug, get vel hugsað mér það aftur ef nýja ísland fær ekki aðra mynd en þá sem nú er boðið uppá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég er sammála þessu öllu sem fram kemur í pólitískri yfirlýsingu millistéttarmannsins, en annars er þetta ekki allt saman sama bólan þ.e. bankabólan-lífeyrissjóðabólan (og kannski líka bara stóra bólan). Voru þessir nokkurn tíman nokkur sinni til.
Skrifa ummæli