Sunnudagsmorgun - ilmandi kaffi og reyktur mývatnsilungur og bláberjasulta. Vinátta - er nokkuð dýrmætara.
Prófgerð. Eitt próf hrist fram úr erminni upp úr hádegi, - bíður þjáningarfullra en vonandi sprenglærðra nemenda í fyrramálið. Fyrsti nemahópurinn minn af fjórum í vetur að klára. Ótrúlegt hvað ungt fólk er fljótt að læra og gefandi. Finn þó til með þeim, því sjálfur sat ég próf í gær og var búinn að gleyma hvernig er að sitja í 3,5 klst prófi - óundirbúinn.
Hestar og girðingarvinna í beitarhólfi í lemjandi sunnlenskri rigningu síðdegis fram undir myrkur. Blautur inn að beini. Það heldur manni naglföstum við jörðina, - á meðan báðir fætur eru jafnlangir. Merkilegt hvað áhyggjur geta horfið úr veðurbörðu andliti.
17. október 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli