23. október 2010

Ministry of Administrative Affairs

Fékk að koma að -var falið það verkefni að - vinna í vinnuhóp um skipulagninu nýs spítala. Undirhópur, undir hóp sem fellur undir hóp sem er til ráðgjafar stýrihóp sem heyrir undir samræmingarhóp og heyrir beint undir samskiptahóp sem hefur það hlutverk að ræða við arkitekta og verkfræðinga í spital hópnum sem hannar allt heila klappið.

Fannst mér ég hafa áhrif - yrði hlustað á það sem ég segði. Yrði skýrslan lesin sem sett var saman á þeim tveimur vikum sem við höfðum og urðum að slá öllum öðrum verkefnum á frest. Nei. - Ég held ekki. Það fylgdu nefnilega engar leiðbeiningar um hvað hópurinn ætti að gera, en vinnutitillinn var flottur.. Verkefnið var óljóst, illa skilgreint og ekki afmarkað. Upplýsingar um lykilatriði vantaði. Fannst ég fórnarlamb heilaspuna hóps sem fannst einn daginn góð hugmynd að skipa vinnuhópa um nokkur verkefni með flotta titla en enga skilgreinda endapunkta annan en verkinu yrði að ljúka á tveimur vikum. Hefði betur horft aftur á einn góðan þátt með Yes minister um vinnubrögðin í Ministry of Andministrative Affairs.

Um hvað urðu allir sáttir. Jú að það þyrftu að vera kennslustofur á háskólasjúkrahúsinu, en hvort þær ættu að vera húsi sem háskólinn er að byggja eða í húsi sem spítalinn ætlaði að byggja og við vorum að fjalla um gat vinnuhópurinn ekki tekið afstöðu til þvi engin hafði hugmynd um hvað nefndir á vegum háskólans væru að hugsa í þeim efnum eða hvort samráðsnefndir spítlans og háskólans hefðu komið sér saman um skipan þeirra mála.

Engin ummæli: