Það þarf amk eitt nýtt blogg á 6 mánaða fresti. Eða hvað. Það er af svo ótalmörgu að taka. Helst er hvað hausinn getur verið hringlandi vitlaus og samhangandi hugsanir á víðogdreif og standa þá varla undir nafni.
Nú er það nýjasta að vera að gefa öllu nýtt nafn. Landskikinn minn austur við Sólheima hét lengi í huga mér Ljósheimar og um hann varð til eitt lítið dagsljóð: Við næsta hringtorg liggur leiðin til ljósheima. Stutt var það. En nú eru þetta ekki bara ljósheimar heldur unaðsstaður og því ekki úr vegi að kalla plássið Syðri-Unaðsstaði, en þeir nyrðri eru jú fyrir norðan.
Að Syðri-Unaðsstöðum hef eg dvalið löngum stundumí vor í góðum fjelagsskap og plantað skjólbelti með hamhleypu til verka.
Það er nú reyndar bjartsýnisplöntun, því engar eru ræturnar á blessuðum plöntunum. Þær eru rótlausar eins og ég hef verið undanfarin ári, en vonandi skjótum við rótum og laufgumst næsta vor.
Skjólbeltið er nú orðið amk 200 m langt og verður vonandi en lengra og lifir af. Úti í garði er ég svo með tilraun með aspir og vonast til að úr þeim rætist líka.
Ég tjaldaði vagninum mínum á háum hól á laugardaginn og er fluttur með virðuleg tréhúsgögn og þar með talinn sóllegubekk. Eiginlega er þetta sannkallaður unaðsreitur í 18 gráðunum sem voru sl. helgi. En ekkert legið á bekknum.
Á næstu dögum fara svo klárarnir þangað líka. Til undirbúnings lagði ég vatnsveitu upp á efra túnið (hmm túnið), sem svei mér þá að ég held að virki. En hvernig þéttir maður samskeyti trekvart og hálftommuplaströra?
25. maí 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það gæti verið erfitt að setja saman hálftommu og treikvart...kannski er til eitthvað millistykki sem er hálftomma í annan endann og treikvart í hinn? Það er stundum þannig að ef hlutirnir passa ekki saman að eitthvað þarf til að tengja:) - ekki hangir T við A eða G við C bara á hugsuninni einni...
Skrifa ummæli