Hef í vetur verið ótrúlega, þó ég segi sjálfur frá, iðinn við menninguna, -með fasta miða í leikhús og sótt tónleika sem aldrei fyrr.  Þetta hefur verið andans upplyfting sem náði hápunkti í vikunni.  Fór á Íslandsklukkuna um síðustu helgi og í kvöld er ég að koma af því að sjá Rómeó og Júlíu í uppfærslu Vesturports.  Hvorttveggja var heilabörksins himnasending.  Þó held ég að persónusköpun Nobelsskaldsins slái alveg honum Shakespear við (sorry brits).
En að fara á Íslandsklukkuna var eins og að rifja upp kynni af gömlum heimagöngum af Kirkjuveginum, en sem barn og unglingur sat ég löngum stundnum og hlustaði á LP plöturnar hennar mömmu með uppfærslu Þjóðleikhúsins á leikritinu. Ég rifjaði þetta upp og bróðir hafði orð á því að ég hefði verið undarlegt barn.  Hef sennilega ekkert breyst að því leitinu.
Góða nótt, - Jón Marteinsson, þú svarti þrjótur, Jón Grinvicensiss, Hreggviðsson og hið ljósa man.  Í nótt brennur borgin ekki. Skálda er komin í leitirnar.  Verona bíður enn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
 
 
Engin ummæli:
Skrifa ummæli