28. nóvember 2008
26. nóvember 2008
Aðventa
Ég hef ástæðu til að hlakka til aðventunnar. Skammdegisdrungi leitar alltaf á um þetta leiti og svefnþörf eykst. Svar við því er að skipuleggja skemmtilega atburði og hitta gott fólk. Hér kemur áætlun í tíu liðum:
1. Ég keypti nýja útgáfu af trivial pursuit sem verður spilað á kvöldin þegar krakkarnir koma í mat, ef þau mega vera að því fyrir próflestri þ.a.s. Þau eru svo elskuleg að koma alltaf á þriðjudögum og sunnudögum og borða með gamla karlinum og skemmta honum. Nú er hinsvegar prófstressið byrjað hjá þeim blessuðum og eina vantaði í fiskibollurnar og grjónagrautin sem ég eldaði í gær. Ekta íslenskt kvöld.
2. Á sunnudaginn verður fyrsta laufabrauðs gerðin. Hitti þá systur og systurdætur og þeirra fólk og skerum út með þar til gerðum járnum og skreytum eins og hver kann kúnst til.
3. Þann 13. desember er svo aftur laufabrauðsgerð með tveimur vinafjölskyldum, reyðarfjarðar þilskipaútgerðarmanninum og hans fólki og píanóleikaranum sem nú er orðin organisti ofan á allt annað listastúss. Þetta er orðin meira en áratugahefð og með laufabrauðsgerðinni legg ég alltaf til púrtvín og blámygluost. Lengi vel notaði ég Stilton en íslenski akureyrar gull osturinn slær honum alveg við og hef notað hann mörg ár eða ef ég dett niður á frönsk afbrigði í ostabúðinni á Bitruhálsi þá hef ég freistast til að kaupa slíkt. Í ár verður partíð hjá mér og ég hlakka til að fá líf í húsið, enda syngja og trallar allt þetta söngelska fólk og spilar af fingrum fram. Ég les gjarnan ljóð eða valdan kafla úr einhverri hnyttinni bók. Svo er alltaf endað á því að borða hangið kjöt, læri á beini sem er soðið í ofni að hætti píanóleikarans.
4. Á föstudaginn kemur förum við í leikhús. Þ.e. ég og börnin öll fjögur. Strákarnir tveir og kærustur þeirra. Mér datt það snjallræði í hug að kaupa áskriftarmiða fyrir alla fjölskylduna í Borgarleikhúsið í vetur. Það kostar ekki mikið, því þeir bjóða upp á námsmanna- og ungmenna afslátt svo miðinn kostar ekki mikið meira en að fara í bíó. Við ætlum að fara í fyrsta sinn og sjáum Fló á skinni.
5. Í desember er úr vöndu að ráða með tónleika því úrvalið er svo mikið. Ég hef haft fyrir reglu í mörg ár að fara á jólatónleika Móttettukórsins í Hallgrímskirkju og verður enginn svikinn af því. Í ár ætla ég að halda mig við það reikna ég með en er líka spenntur að fylgjast með öðru framboði enda tækifærissinni.
6. Bækur. Þær eru ómissandi og gott að grúska í eina eða tvær af jólabókunum. Ég er búinn með sólkross, gerði það á ferð minni til BNA fyrir skemmstu. Þarf nú að velja mér næstu bók, af nógu að er af taka.
7. Strákarnir á Mílanó. Ekki má gleyma þeim góðu fundum á laugardögum þegar við hittumst í hádeginu og býsnum yfir ástandinu og þykjums vera að vísindast. Þetta er orðin fastur liður í tilverunni um þessar mundir.
8. Hestar. Þeir verða teknir á hús um miðjan desember eða þar um bil. Ég stefni að því að hafa fjóra í húsi i vetur. Ekki veitir af því báðar kærustur drengjanna eru hestakonur
9. Sprikl og fjallgöngur. Ég þarf að taka mig á.
10. Já tíu, hvað er nú það. Eitthvað sem bíður í óvissunni og kemur óvænt og hressir upp á lífið.
25. nóvember 2008
21. nóvember 2008
20. nóvember 2008
19. nóvember 2008
Sjávarréttarpasta
Nú kvað við nýjan tón í eldhúsinu á þriðjudagskveldi. Var með fínt fólk í mat og eldaði sjávarréttarpasta. Uppistöðuna í uppskriftina sótti ég til kollega míns Ragnars Freys.
Með þessu bar ég fram salat, baguette og pasta skrúfurnar hennar diddúar eins og ég kalla Casarecce afbrigðið.
Fyrst voru nokkur smátt skorin hvítlauksrif, einn smátt skorinn rauðlaukur steiktur í blöndu af smjöri og olíu á pönnu í nokkrar mínútur þar til mjúkt. Saltað og piprað og kryddað með hnífsoddi af chilipipar. Því næst var smárri hörpuskel, risarækjum og blönduðum sjávarkokteil skellt á pönnuna og svissað aðeins að utan og veitt af pönnunni. Þá var smá hvítvíni skvett yfir, alkóhólið soðið af, hálfri dós af niðursoðnum tómötum bætt saman við, slatti af rjóma (Ragnar notaði rjómaost en hann átti ég ekki), og sjávarfanginu bætt aftur saman við.
Með þessu bar ég fram salat, baguette og pasta skrúfurnar hennar diddúar eins og ég kalla Casarecce afbrigðið.
18. nóvember 2008
Hávamál
Hrörnar þöll
sú er stendur þorpi á.
Hlýr-at henni börkur né barr.
Svo er maður
sá er manngi ann.
Hvað skal hann lengi lifa?
17. nóvember 2008
Nóbelsskáldið
Halldór Laxness á tilvitnun við hvert tækifæri. Þessi er úr Heimsljósi. Orðin sjötíu ára gömul en hittir beint í mark.
“Vinur, sagði Annar Heldrimaður og faðmaði skáldið. Það er búið að loka
Bánkanum. Einglendíngar hafa lokað Bánkanum. Það var og, sagði skáldið. Og
hvernig stendur á því að einglendíngar hafa lokað Bánkanum, sagði Annar
Heldrimaður. Það er af því að það eru aungvir peníngar leingur í Bánkanum.
Júel er búinn að tæma Bánkann. Júel er búinn að sólunda öllu því fé sem
einglendíngar lánuðu þessari ógæfusömu þjóð af hjartagæsku. Júel hefur
sökt öllu fé einglendínga útí hafsauga. Þessvegna er búið að loka
Bánkanum.”
Halldór Laxness lýsir íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldi undir jökli.
Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?
Og svarað: "Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér"
(Kristnihald undir Jökli, bls. 301)
“Vinur, sagði Annar Heldrimaður og faðmaði skáldið. Það er búið að loka
Bánkanum. Einglendíngar hafa lokað Bánkanum. Það var og, sagði skáldið. Og
hvernig stendur á því að einglendíngar hafa lokað Bánkanum, sagði Annar
Heldrimaður. Það er af því að það eru aungvir peníngar leingur í Bánkanum.
Júel er búinn að tæma Bánkann. Júel er búinn að sólunda öllu því fé sem
einglendíngar lánuðu þessari ógæfusömu þjóð af hjartagæsku. Júel hefur
sökt öllu fé einglendínga útí hafsauga. Þessvegna er búið að loka
Bánkanum.”
Halldór Laxness lýsir íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldi undir jökli.
Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?
Og svarað: "Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér"
(Kristnihald undir Jökli, bls. 301)
15. nóvember 2008
11. nóvember 2008
10. nóvember 2008
Eldað með hægum takti
Var með fólk í mat um helgina. Reyndi við sósugerð sem ég hef almennt skelfst um daganna og komið á aðra, t.d. eldri son minn sem er snillingur í þeim fræðum. Í þetta sinn var uppistaðan sveskjur og sveskjusoð, nokkuð sem ég hef reynt áður en nú í nýjum búningi. Fylgdi ég leiðbeiningum Ragnars Freys læknis en uppistaðan er úr bók Joanne Glynn - Eldað með hægum takti. Með þessu var frambornar smjörsteiktar grísalundir sem fengust á góðu verði í Bónus (þe ósteiktar), kartöflur og salat. Í eftirrétt var svo hafður ís.
Held þetta gæti orðið góð sósa með folaldalundum eða lambakjöti.
Bon appetite
Fyrst eru 15-20 sveskjur settar í pott og vatn hellt yfir, nóg til að hylja, og svo eru þær hitaðar að suðu og svo tekið af hitanum og leyft að liggja í heitu vatninu í 10 mínútur. Vatninu er svo hellt frá og lagt til hliðar þar til síðar í matargerðinni....
Hún (sósan) er gerð þannig að soð er útbúið í potti - kannski kjúklingasoð eða svínasoð (ég notaði 2 teninga svínasoðs)... svona um það bil 250 ml samtals. Næst er einn fínt skorinn laukur steiktur á pönnunni sem lundirnar voru steiktar (ekki henda fitunni sem er á pönnunni, fullt af bragði þar) og ein klípa af smjöri bætt saman við. Steikt þar til laukurinn er orðin mjúkur og þá er einu góðu glasi af hvítvíni sett á pönnuna og suðunni leyft að koma upp og soðið aðeins niður. Þá er soðinu - ca. 250 ml hellt saman við, 3 lárviðarlaufum, hálfu handfylli af fersku timian (ég notaði 1 tsk af þurrkuðu timian), og svo vatninu af sveskjunum og svo auðvitað sveskjunum sjálfum. Saltað og piprað. Þetta er svo soðið upp og leyft að sjóða niður um helming. Þá er sósan síuð og sett aftur á pönnuna og 250 ml rjóma er bætt á pönnuna. Soðin í nokkrar mínútur þar til hún fer að þykkna og þá er grísalundunum bætt aftur saman við og þær hitaðar í gegn.
Held þetta gæti orðið góð sósa með folaldalundum eða lambakjöti.
Bon appetite
9. nóvember 2008
Cafe Loki - kreppuskammtar
Gerði úttekt á þessum stað, efst á Skólavörðuholtinu beint á móti Hallgrímskirkju og Hnitbjörgum. Frábær staðsetning og skemmtilegt andrúmsloft. Staðurinn er rekinn af tveim fv. MA-ingum. Fengum okkur laugardagssnæðing, tvær tegundir af heimabökuðu brauði, önnur með síld og eggjum og hin með silungasalati. Í eftirrétt fylgdu svo lummur. Kaffi að hætti húsins. Á sunnudögum er boðið upp á rjómapönnukökur.
Þetta var ljúffengt en skammtarnir litlir, þannig að bæta varð við af matseðli rúgbrauði með kæfu og pönnuköku með sykri til að metta svanga maga. Lummurnar voru heldur þunnar og ekki boðið upp á sykur eða rabbabarasultu með. Það þótti mér miður. En það var gaman að fara þarna og geri ég það aftur og prófa þá af matseðli, kjötsjúpu, flatbrauð með sviðasultu ofl. íslenskt. Silungasalatið var gott.
En ég veit ekki hvort mér líkar þessi franski stíll á skömmtum. Það er víst komin kreppa. Tilvalinn staður þegar maður vill breyta til og orðinn þreyttur á latte og croissants.
Þjóðerniræktin ehf.
Þetta var ljúffengt en skammtarnir litlir, þannig að bæta varð við af matseðli rúgbrauði með kæfu og pönnuköku með sykri til að metta svanga maga. Lummurnar voru heldur þunnar og ekki boðið upp á sykur eða rabbabarasultu með. Það þótti mér miður. En það var gaman að fara þarna og geri ég það aftur og prófa þá af matseðli, kjötsjúpu, flatbrauð með sviðasultu ofl. íslenskt. Silungasalatið var gott.
En ég veit ekki hvort mér líkar þessi franski stíll á skömmtum. Það er víst komin kreppa. Tilvalinn staður þegar maður vill breyta til og orðinn þreyttur á latte og croissants.
Þjóðerniræktin ehf.
7. nóvember 2008
Þessi er fyrir norðuramtið
Þessa flökkuvísu laumaði samstarfsmaður að mér.
Andarnefju éta vann
yndislega það niður rann
sæll gjörðist nú hinn svangi.
En meðlæti fylgir margoft böl
maðurinn fékk nú iðrakvöl
með norðvestan niðurgangi.
5. nóvember 2008
Fiskmarkaðurinn
4. nóvember 2008
Byltingu strax
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)