30. nóvember 2007

Ögrandi verkefni?

Þetta er hún Salka með hvolpana sína 10.

29. nóvember 2007

Í 26. sæti heimslistans í 100 m flugsundi

Ragnheiður Ragnarsdóttir er í 28. sæti í 100 m fjórsundi, í 23. sæti í 50 m skriðsundi og í 33.sæti í 100 m skriðsundi. Þá er Ragnheiður í 36. sæti í 50 m baksundi.Jakob Jóhann Sveinsson er einnig á leið á EM í Ungverjalandi með Erni og Ragnheiði. Hanner í 33. sæti afrekalistans í Evrópu í 200 m bringusundi, í 38. sæti í 100 m bringusundi og í 52.sæti í 50 m bringusundi.
Nafn Hjartar Más Reynissonar skýst upp í 26. sæti á lista yfir þá sundmenn sem náð hafa bestum árangri í 100 m flugsundi í 25 m laug á árinu.Hrafnhildur Lúthersdóttir er í 39. sæti í 200 m bringusundi á afrekalista Evrópu og Guðni Emilsson er í 33. sæti í 50 m bringusundi. Árni Már Árnason er í 56. sæti í sömu grein. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir er í 65. sæti yfir þá sem náð hafa bestum árangri í 100 mbaksundi og er í 50. sæti í 200 m baksundi.
Sigrún Brá Sverrisdóttir á 58. besta tíma ársins í 200 m skriðsundi og er í 78. sæti í 100 m skriðsundi.
Sigrún Brá, Hrafnhildur og Ragnheiður stefna á þátttöku í sterku alþjóðlegu móti í Eindhoven um aðra helgi og hyggjast þar bæta fyrri árangur sinn, þannig að þær geta hugsanlega bætt stöðu
sína enn frekar fyrir árslok. Sama á við Örn og Jakob Jóhann, takist þeim vel upp á EM í Ungverjalandi. Eftir það tekur við undirbúningur fyrir Ólympíuleika hjá íslenskum sundmönnum.

Slóð: http://mbl.is//mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1177605;t=1196263082

27. nóvember 2007

Oft er rósalitur á rótfúnu grasi!

íslenskur málsháttur

Fasanabringur og brúnkökur

Fátt er skemmtilegra en að halda matarboð og um helgina fór ég í tvö. Á föstudag í virðulegt kokteilboð með veislukrásum ekki af verri endanum og á sunnudag hélt ég matarboð. Í aðalrétt hafði ég fylltar fasanabringur. Hvernig ég hanteraði bringurnar skal látið ósagt, enda ekki fyrir viðkvæma. En útkoman var undursamlega góð og athyglisvert að spreyta sig á matreiðslu framandi fugla. En mestu skiptir félagsskapurinn og að gera sér glaðan dag. Í eftirrétt var svo brúnkaka sem einn gesturinn kom með og með henni var náttúrulega borin fram ísköld mjólk.

22. nóvember 2007

Sturlungar

Segja má að það sé við hæfi að ég sæki sturlungunámskeið Einars Kárasonar rithöfundar, því hálfgerð sturlungaöld hefur ríkt í kringum mig í haust.

Merkilegt er annars hvað sagan getur lifnað við í frásögn góðs sögumanns.

19. nóvember 2007

13. nóvember 2007

7. nóvember

Afmæli októberbyltingarinnar er 7. nóvember en þá hertóku byltingarsinnar Vetrarhöllina í Pétursborg eftir að hleypt hafði verið af skoti úr herskipinu Áróru. Í tilefni dagsins var ég kominn til Pétursborgar eftir ánægjulega dvöl í Moskvu þar sem ég upplifði umsátursástand um Rauða torgið og mótmælagöngur í nágrenni þess. Þar voru hertrukkar á öllum aðalumferðaræðum sem lágu að torginu og hermenn etv ekki gráir fyrir járnum en hermenn samt sem hindriðu okkur í að komast inn að því allra heilagasta. Gilti þar einu þó við kvæðumst sérstakir fulltrúar sendir frá því kalda Fróni úr norðurhöfum.

En semsagt eftir lestarferð frá Moskvu til Pétursborgar var é kominn þangað á sjálfan byltingardaginn og hugði gott til glóðarinnar og tilbúinn með eldheitt baráttukvæði. En lítið var um að vera. Ég mættur með fríðu föruneyti strax upp úr kl 10 á kaffihús, þó ekki gömlu Teríuna á Akureyri sem í den tid var ein helsta uppspretta dialektiskra vangavelta. Hér var hákaptiliskt kaffihðus í anda macdonalds keðjunar. Að því loknu var haldið niður á aðaltorgið við Vetrarhöllina en þar höfðum við séð deginum áður að verið var að reisa palla. En þar var allt tómt. Torgið autt og engin til að hlusta á baráttuóð norðurslóðaskáldsins. Gengum við í humátt að miðstöð kaptitalismans, Laugavegs þeirra Pétursborgarbúa og í tilefni dagsins var farið að versla. Sumir keypti loðhúfur, aðrir pelsa og þriðju matroskur.

Heldur lágt var risið á mínum þegar heim á 5* hótelið var komið. Þar fékk ég mér vodkasnafs og fór í ljós. Hvað annað átti ég að gera. Skein nú sólin skærar en fyrr og ég tilbúinn að fara út með félögum mínum í veislu mikla. Þegar við erum að fara dregur einn ferðafélagi minn frá margmiðlunarfyrirtæki kendu við rússneskan geimfafara barmmerki, rauða stjörnu með hamar og sigð og færði mér. 'Eg nældi því umsvifalaust i nýja BOSS jakann minn og þannig fór ég gangangi glaður á veitingahúsið. Þar var tekið á móti okkur og að innfæddra sið eru allar yfirhafnir hengdar í þar til gerð fatahengi. Vörslu annaðist stuntungsútkastari og tók við því sem að honum var rétt.

Eftir máltíðina sem var athyglisverð með skemmtiatriðum frá balalæka músík og kósakadönsum yfir í sinatra og abba kvöddum við þennan ágæta stað. Þegar við komum í fatahengið rétti útkastarinn öllum yfirhafnir nema undirritiðum en þá tók hann sig til og teygði sig yfir borðið og klæddi mig í jakkann með barmmerkinu eins og ég væri generáll úr kaldastríðinu. Vakti þetta athgyli og mál manna að þarna hefðu verið áhrif rauðu stjörnunar með sigð og hamri að verki.

Heima á hóteli opnaði ég gluggann og hugðist ganga til náða þegar ég heyrði fallbyssuskot í fjarska. Var þá veriða skjóta af Áróru í tilefni dagsins. Ljúf var sú stund.

9. nóvember 2007

7. nóvember 2007

Umferðarteppa

Umferdarteppa
a straetum Moskvuborgar
i blaum ljosum
hvarfla hugrunir
horfinna tima
ad hjartaroda
heimsins betrunga
er lifid letu
a markadstorgi
Elizabetar.


(Moskva a 90 ara afmaeli oktoberbyltingarinnar 7 nov 2007; Elizabet Petursdottir mikla setti russland a hausinn)

Brennur heift á sama eldi og ástin

VE 2007; Brynhildarkvæði.

Við Rauða torgið

6. nóvember 2007

Kreml


óhræsið

Bídur í leyni
laedist ad haelum
bitur i sinar
baeklar svo sinnid
ohraesid betra
strykur um lendar
staerist og lofar
liggur med monnum.

Leitar ad huggun
laumast i fadminn
lygur ad sjalfi
raenir og rupplar
skilur med skaeting
skelfir dreng godan
skemmtir tha skratta
skurkur er astin.

I vari er vonin
veit sa er bidur
vantar ei kjarkinn
verstur er sjalfum
astin deyr aldrei
heiftin oss brennir
heitur er eldur
sem okkur adskilur.

Hvar skildu leidir
skollagrimm vedur
skopudu orlog
langt er um lidid
groandi gefur
gaefu ef saettumst
gleymum ei vori
er solina gaf

(Moskva; nov 2007)

4. nóvember 2007

1. nóvember 2007

Flótti

í vari a hotelherbergi
a heathrow flugvelli
malmhvinur akaeruvaldsins
allt um kring

vaengstyfd bid eftir
urskurdi yfirvalda
um leyfi til flugtaks

(london; nov 2007)