17. janúar 2007

Janúarstökur

Myrkurhugi mig oft plagar
og meiðir góða vini.
Gleði veitir og ljós þitt lagar,
lund í mánaskini.

Veistu hve sárt ég sakna þín,
sakbitinn á hjarta.
Þó innst við beinið sé ég svín,
sé ég ljós þitt bjarta

Mistök geri mörg í senn,
margt um hugann flýgur.
Heitast trúi og held þó enn,
að hjarta ekki lýgur.

Engin ummæli: