27. janúar 2007

Auld lang syne

Some hae meat and canna eat,
and some wad eat that want it.
But we hae meat and we can eat,
and sae the Lord be thankit.

(The Selkirk Grace. Robert Burns 1759-1796).

Dreif mig úr rúmi í gær á Burns supper. Átthagamót þeirra sem búið hafa í Skotlandi um lengri eða skemmri tíma. Allt er er þar formfast og tekið á móti okkur með sekkjapípuleik.

Aldagamall vinur minn var mættur í pilsi, vopnaður í sokkum og með alla fjölskylduna.





Að venju var Haggis leiddur inn til fórnar undir sekkjapípuleik.

Honum er svo fórnað eftir gömlu ritúali









Höfðingi ættarinnar fer með kvæði Robert Burns; To A Haggis:


Fair fa'your honest, sonsie face,
Great chieftain of the puddin´ -race!
Aboon them a´ye tak your place,
Painch, tribe, or thairm:
Weel are ye wordy of a grace
as lang´s my arm.

og svo fylgja eftir önnur 7 erindi þar til Haggis er ristur upp og lofsamaður.

Að loknu borðhaldi hefst ballið. Ef það er eitthvað sem skotar kunna þá er það að dansa og eru það gjarnan hópdansar, hringekjur, rælar, polkar, skottísar - auðvitað. Þá er gjarnan byrjað á the Gay Gorndons, dansi nokkuð líkum okkar skottís en skemmtilegri. Við tekur svo hver dansinn svo af okkur bogar svitinn og því er gott að fá sér wee dram á milli.


Hér kemur Hafliði Hallgrímsson, tónskáld í Edinborg í ræl, og reyndist hann ekki síðri dansari en ræðumaður kvöldsins. Ræða hans bar okkur yfir hafið aftur til Skotlands. Heyra mátti saumnál detta í þessum annars ærslafulla gleðskap, þegar hann leiddi okkur í huganum um götur Edinborgar. Tími og rúm urðu eitt og í huga okkar spratt upp ljóslifandi liðin tíð eins og við værum þar enn og við hlið okkar sætu kærir skoskir vinir sem við tengdust tryggðarböndum sem aldrei rofna.





Og dansinn dunaði fram eftir nóttu.




Læt svo fylgja með eitt af fallegri ljóðum Burns.



My love is like a red, red rose

My luve is like a red, red rose,
that´s newly sprung in June;
My luve is like the melody,
that´s sweetly play´d in tune.

As fair art thou my bonnie lass,
so deep in luve am I,
and I will luve thee still my dear
till a´ the seas gang dry.


Till a´ the sees gang dry, my dear,
and rocks melt wi´ the sun;
And I will luve thee still my dear,
while the sands o´life shall run.

And fare thee well, my only luve,
and fare the well, a while,
and I will come again my luve
tho´´there ten thousend mile.

3 ummæli:

Katrin Frimannsdottir sagði...

Það eru nokkrir kunnuglegir á myndunum þínum og þó ber ein myndin af þar sem ég þekki öll fimm. Fjölskyldufaðirinn flottur að vanda. k

ærir sagði...

hann verður það alltaf þegar hann fer í pils.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Ég gleymdi að óska þér til hamingju með afmælið. Tvö ár í það stóra!