Vikan hefur ekki byrjað vel. Legið veikur með ráma rödd og hósta. Kannski Influensu af stofni A. Síminn minn sem lengi hefur verið slappur gaf svo upp öndina á mánudagsmorgun og hefur ekki borið sitt bar síðan. Reyndar ekki vegna hita, heldur fraus hann "endanlega" í miðju símtali og var í kjölfar þess lagður inn til viðgerða. Sitja nú tölvuspekingar yfir vanda hans og telja að ekki sé bata að vænta fyrr en í næstu viku. Jafnvel að skipta verði honum út enda mun hann en í ábyrgð. Er því sambandslaus og fengið fáar sjúkrakveðjur og færri heillaóskir.
Skreið fram úr í dag og bauð þrem ágætum og skemmtilegu gestum í mat og eldaði í tilefni dagsins einstaklega ljúfenga steik og læt uppskriftina fylgja. Færðu þeir góðar gjafir, bók í einu bláu bindi og blátt blóm frá sonunum og Þorbjörg kom færandi hendi bókina um Hest guðanna sem mig hefur lengi langað í og er kjörgripur.
Lagði mig fram við matseldina.
Marineraði vel fitusprengt entrecote. Marin vökvi úr balsamic ediki, olíu, fínt söxuðum hvítlauk og rósmaríni. Brúnaði á pönnu og lét taka sig í nokkrar mínútur í ofni við 140C.
Með þessu bar ég fram heimalagað salsa, með maís, kjarnhreinsuðum tómötum, 10cm af gúrku og hálfri appelsínugulri papríku. Allt skorið í teninga, hálf sítróna eða ein líme kreist yfir og svo smá dash af Tabasco út á.
Auðvitað var svo bökuð kartafla og brokkóli. Brokkólí sýð ég í 3-4 mín í léttsöltu vatni. Læt renna vel af og smjörsteiki og úða svo vel yfir af parmesan osti.
24. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli