31. janúar 2007
Flöskuháls kemur í veg fyrir að heilinn vinni tvö verk í einu (Mbl 31/1/07)
Bandarískir vísindamenn telja sig hafa fundið ástæðuna fyrir því að fólki reynist erfitt að framkvæma tvo hluti í einu. Í rannsókninni sem birt er í tímaritinu Neuron segir að heilinn hægi á starfsemi sinni ef reynt er að framkvæma verk innan við 300 millisekúndum eftir að öðru verki lýkur. Þessar niðurstöður þykja styðja mál þeirra sem vilja alfarið banna notkun farsíma í bílum. (Mbl, Tækni og vísindi 31/1/07).
Stútur undir stýri!
Stútur undir stýri!
30. janúar 2007
Til systur minnar
Kjúklingasalat
Kjúklingabringur skornar í bita, steikt í olíu, hvítlaukssalti eða öðru góðu kryddi. Þegar þær eru orðnar steiktar (mjúkar og safaríkar) þá hella “Hunts Barbeque orginal” sósu yfir og látið malla í stutta stund, alls ekki hafa of mikla sósu. Gott að taka þær upp og láta mestu sósuna fara af. Ágætt að setja í salatið þegar þær eru volgar.
Bara smakka til
Blanda öllu salatinu saman rétt áður en borið er fram og hellið sósunni létt yfir. Salatinu er raðað fallega á stórt fat, kjúklingur í miðjunni og salatið hringinn í kring. Ágætt er að hafa sósuna líka sér í skál fyrir þá sem vilja meiri sósu.
Kjúklingabringur skornar í bita, steikt í olíu, hvítlaukssalti eða öðru góðu kryddi. Þegar þær eru orðnar steiktar (mjúkar og safaríkar) þá hella “Hunts Barbeque orginal” sósu yfir og látið malla í stutta stund, alls ekki hafa of mikla sósu. Gott að taka þær upp og láta mestu sósuna fara af. Ágætt að setja í salatið þegar þær eru volgar.
Salatið
Salat, t.d. iceberg, klettasalat, og eitthvað fallegt salat.
Feta ostur
Kirsuberjatómatar
Gúrka
Avacado (mátulega þroskað)
Rauðlaukur
Furuhnetur (létt ristaðar á pönnu)
Tortillas flögur (plain ekki chili eða osta) muldar létt
Jarðarber
Og bara allt sem þér þykir gott
Sósa
1 dl. Olía (nota olíuna af feta ostinum)
1/2 dl. Balsamic edik
1/2 dl. Sætt franskt sinnep
1 dl. Hlyn síróp Mabel
Marður hvítlaukur ca. 2-3 lauf
Bara smakka til
Blanda öllu salatinu saman rétt áður en borið er fram og hellið sósunni létt yfir. Salatinu er raðað fallega á stórt fat, kjúklingur í miðjunni og salatið hringinn í kring. Ágætt er að hafa sósuna líka sér í skál fyrir þá sem vilja meiri sósu.
28. janúar 2007
27. janúar 2007
Auld lang syne
Some hae meat and canna eat,
and some wad eat that want it.
But we hae meat and we can eat,
and sae the Lord be thankit.
(The Selkirk Grace. Robert Burns 1759-1796).
Dreif mig úr rúmi í gær á Burns supper. Átthagamót þeirra sem búið hafa í Skotlandi um lengri eða skemmri tíma. Allt er er þar formfast og tekið á móti okkur með sekkjapípuleik.
Aldagamall vinur minn var mættur í pilsi, vopnaður í sokkum og með alla fjölskylduna.
Að venju var Haggis leiddur inn til fórnar undir sekkjapípuleik.
Honum er svo fórnað eftir gömlu ritúali
Höfðingi ættarinnar fer með kvæði Robert Burns; To A Haggis:
Fair fa'your honest, sonsie face,
Great chieftain of the puddin´ -race!
Aboon them a´ye tak your place,
Painch, tribe, or thairm:
Weel are ye wordy of a grace
as lang´s my arm.
og svo fylgja eftir önnur 7 erindi þar til Haggis er ristur upp og lofsamaður.
Að loknu borðhaldi hefst ballið. Ef það er eitthvað sem skotar kunna þá er það að dansa og eru það gjarnan hópdansar, hringekjur, rælar, polkar, skottísar - auðvitað. Þá er gjarnan byrjað á the Gay Gorndons, dansi nokkuð líkum okkar skottís en skemmtilegri. Við tekur svo hver dansinn svo af okkur bogar svitinn og því er gott að fá sér wee dram á milli.
Hér kemur Hafliði Hallgrímsson, tónskáld í Edinborg í ræl, og reyndist hann ekki síðri dansari en ræðumaður kvöldsins. Ræða hans bar okkur yfir hafið aftur til Skotlands. Heyra mátti saumnál detta í þessum annars ærslafulla gleðskap, þegar hann leiddi okkur í huganum um götur Edinborgar. Tími og rúm urðu eitt og í huga okkar spratt upp ljóslifandi liðin tíð eins og við værum þar enn og við hlið okkar sætu kærir skoskir vinir sem við tengdust tryggðarböndum sem aldrei rofna.
Og dansinn dunaði fram eftir nóttu.
Læt svo fylgja með eitt af fallegri ljóðum Burns.
My love is like a red, red rose
My luve is like a red, red rose,
that´s newly sprung in June;
My luve is like the melody,
that´s sweetly play´d in tune.
As fair art thou my bonnie lass,
so deep in luve am I,
and I will luve thee still my dear
till a´ the seas gang dry.
Till a´ the sees gang dry, my dear,
and rocks melt wi´ the sun;
And I will luve thee still my dear,
while the sands o´life shall run.
And fare thee well, my only luve,
and fare the well, a while,
and I will come again my luve
tho´´there ten thousend mile.
24. janúar 2007
Entrecote
Vikan hefur ekki byrjað vel. Legið veikur með ráma rödd og hósta. Kannski Influensu af stofni A. Síminn minn sem lengi hefur verið slappur gaf svo upp öndina á mánudagsmorgun og hefur ekki borið sitt bar síðan. Reyndar ekki vegna hita, heldur fraus hann "endanlega" í miðju símtali og var í kjölfar þess lagður inn til viðgerða. Sitja nú tölvuspekingar yfir vanda hans og telja að ekki sé bata að vænta fyrr en í næstu viku. Jafnvel að skipta verði honum út enda mun hann en í ábyrgð. Er því sambandslaus og fengið fáar sjúkrakveðjur og færri heillaóskir.
Skreið fram úr í dag og bauð þrem ágætum og skemmtilegu gestum í mat og eldaði í tilefni dagsins einstaklega ljúfenga steik og læt uppskriftina fylgja. Færðu þeir góðar gjafir, bók í einu bláu bindi og blátt blóm frá sonunum og Þorbjörg kom færandi hendi bókina um Hest guðanna sem mig hefur lengi langað í og er kjörgripur.
Lagði mig fram við matseldina.
Marineraði vel fitusprengt entrecote. Marin vökvi úr balsamic ediki, olíu, fínt söxuðum hvítlauk og rósmaríni. Brúnaði á pönnu og lét taka sig í nokkrar mínútur í ofni við 140C.
Með þessu bar ég fram heimalagað salsa, með maís, kjarnhreinsuðum tómötum, 10cm af gúrku og hálfri appelsínugulri papríku. Allt skorið í teninga, hálf sítróna eða ein líme kreist yfir og svo smá dash af Tabasco út á.
Auðvitað var svo bökuð kartafla og brokkóli. Brokkólí sýð ég í 3-4 mín í léttsöltu vatni. Læt renna vel af og smjörsteiki og úða svo vel yfir af parmesan osti.
Skreið fram úr í dag og bauð þrem ágætum og skemmtilegu gestum í mat og eldaði í tilefni dagsins einstaklega ljúfenga steik og læt uppskriftina fylgja. Færðu þeir góðar gjafir, bók í einu bláu bindi og blátt blóm frá sonunum og Þorbjörg kom færandi hendi bókina um Hest guðanna sem mig hefur lengi langað í og er kjörgripur.
Lagði mig fram við matseldina.
Marineraði vel fitusprengt entrecote. Marin vökvi úr balsamic ediki, olíu, fínt söxuðum hvítlauk og rósmaríni. Brúnaði á pönnu og lét taka sig í nokkrar mínútur í ofni við 140C.
Með þessu bar ég fram heimalagað salsa, með maís, kjarnhreinsuðum tómötum, 10cm af gúrku og hálfri appelsínugulri papríku. Allt skorið í teninga, hálf sítróna eða ein líme kreist yfir og svo smá dash af Tabasco út á.
Auðvitað var svo bökuð kartafla og brokkóli. Brokkólí sýð ég í 3-4 mín í léttsöltu vatni. Læt renna vel af og smjörsteiki og úða svo vel yfir af parmesan osti.
17. janúar 2007
Janúarstökur
Myrkurhugi mig oft plagar
og meiðir góða vini.
Gleði veitir og ljós þitt lagar,
lund í mánaskini.
Veistu hve sárt ég sakna þín,
sakbitinn á hjarta.
Þó innst við beinið sé ég svín,
sé ég ljós þitt bjarta
Mistök geri mörg í senn,
margt um hugann flýgur.
Heitast trúi og held þó enn,
að hjarta ekki lýgur.
og meiðir góða vini.
Gleði veitir og ljós þitt lagar,
lund í mánaskini.
Veistu hve sárt ég sakna þín,
sakbitinn á hjarta.
Þó innst við beinið sé ég svín,
sé ég ljós þitt bjarta
Mistök geri mörg í senn,
margt um hugann flýgur.
Heitast trúi og held þó enn,
að hjarta ekki lýgur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)