Í mörkinni berjast hrímþursar og nátttröll
um lágnættið að dagrenningu.
Viðkvæmur reyrinn treðst undan nettum fótum
berfættrar mannveru sem finnur steinblóð
vígvallarins þrýstast á milli tána sem límast
saman til að halda hópinn. Tvær og tvær eins
þær hafi verið skapaðar til þess eins.
Að morgni í skímu, þagnar ómur næturinnar
og mannveran hleypur nakin innan um dranga
og dimmuborgir. Fórnarlömb hríms og nætur
bíða sólargeislans og þess að
mannveran veki þá af þyrnirósarsvefni
með kossi sem bræðir steinrunnin hjörtu.
23. mars 2006
22. mars 2006
Ríkidæmi
Ríkidæmi bróður míns vex stöðugt. Enn einn dóttursonurinn fæddur. Til hamningju öll sem að því standið.
21. mars 2006
Einstefna
Andar, hlustið,
heyrið húmið
nálagst, eilífð
á næsta leiti,
sem teigar
næturró
og berst inn um
opinn gluggann.
Marrið í nagla-
dekkjum rífur þögnina.
eins og malbikið
biksvart límt við svörð.
Und-r var í árdaga,
gróinn teigur,
gras og lækur
og blóm fyrir bý.
Í hugarþey og
hvirfilgolum,
upp vaxa aftur
stör og hnappur
af hlýjum andblæ
ef elskar aftur
og yrkir gróður
við götuna til baka
og fram á veg.
Úr engu varð allt
og andefni hvarfast
í tíma og rúmi
efnisheims
sem ekki var til.
Hvaðan kom
andinn í efnið
sem græðir
og gleður
og sorgina sefar.
Ferðast hann einn
og aldrei stoppar.
Í álnum svarta
Sólin hverfur
í sogandi holið.
Sindrandi stjörnur
um sólkerfin snúast
en enda allar ævi
í svörtu gapi.
Hverfur þá heimur,
hugsun slokknar
og ljósið með.
í sogandi holið.
Sindrandi stjörnur
um sólkerfin snúast
en enda allar ævi
í svörtu gapi.
Hverfur þá heimur,
hugsun slokknar
og ljósið með.
16. mars 2006
Homo Abdominalis
Fór í leikfimi í gær og hóf formlega átak_2006. Nú er nokkuð komið í leikfimistöðina sem heitir "hraðbraut". Væntingar Æris til þessa fyrirbæris eru miklar. Þar eru umferðaljós, rauð og gul og græn. Kannski gengur breyting til betra lífs eitthvað hraðar og betur í hraðbrautarátakinu.
Smákrimmagrín
Leikhúsgagnrýni Moggans er helsta heimild fyrir uppgangi menningar á landinu. Fyrr í þessari viku, á þriðjudag, var umfjöllun um skólaleikrit MS. Þar er vakin athygli á því að:
"Af leikurum vekja mesta athygli ..[litli kall Ærisson].. sem gerir smákrimmann góðhjartaða, Ella, að stærri persónu en hlutverkið gefur tilefni til".Ekki var það nú slæmur dómur. Hvaðan koma þessir hæfileikar?
10. mars 2006
Ærifákur
Crazy horse barðist fyrir ættbálk sinn og þjóð Lakota indíána. En í dag fór ég á bak Greifa í fyrsta sinn. Ég teymdi hann niður að hringgerði og á leiðinni var hann mjög órólegur, hneggjaði oft og hátt. Við þurftum svo að bíða og þegar hann heyrði í hestinum inn í tunnunni fældist hann trekk í trekk og stökk og ærslaðist. Voru mér að fallast hendur, þegar loks viðkomumst inn til að hefja æfingar. Nokkurn tíma tók að róa hann niður en svo slakaði hann á. Ég laumaðist varlega á bak og við fórum okkar fyrstu hringi. Smám saman fór þetta að ganga betur og við skyldum sáttir. Áður en ég komst á bak varð mér hugsað til þess að hesturinn væri brjálaður, eða öllu heldur ég væri það að ætla mér á bak. En svo yfirvann ég óttann og það gerði Greifi líka. En kannski verður hann á næstunni í huga mér Ærifákur.
Tilvitnun dagsins
Listin að skrifa er listin að bæta rassinum á buxunum við setuna á stólnum.
- Mary Heaton Vorse
- Mary Heaton Vorse
7. mars 2006
Post-influenza rykkir og skrykkir
Með rykkjum og skrykkjum er heilsan að byrja að skríða saman. Á föstudag var risið lágt og við rúmið dvalið. Hélt ég myndi hressast eftir að ég fór að lesa Sólskinshest eftir Steinunni Sigurðardóttur. Á laugardagsmorgni var ég bjartsýnni en ég hafði verið marga undanfarna daga. Dreif í mig á fætur og ákvað að skreppa í hesthús og heilsa félögum mínum, sem eru í mínu lífi hálfgerðir sólskinshestar. En þar dvaldi ég ekki lengi. Hitti vina mína en kvaddi eftir 10 mínútna dvöld enda þá strax farinn að svitna og kominn með hroll. Ætli þetta heiti ekki að slá niður. Kom heim um hádegi og fór beint í rúmið og svaf langt fram að kvöldmat. Rétt náði sjónvarpsheilsu en ekki meira en það. Reiknaði ekki með að ná heilsu nokkru sinni aftur þegar ég gekk til náða um kvöldið.
Á sunnudagsmorgni hringdi svo Finnur í mig og sagðist tilbúinn að ná í hesta austur á Rangárvelli, hvort ég væri ekki kominn til heilsu. Í svefnrofunum, um kl 11.00, jánkaði ég bættri heilsu og hugði á augabragði að annað hvort lifði ég það af að sjá hesta í haga ella dræpist úr farsótt. Þá væri best að gera það í "guðsgrænni" náttúrinni. Á köldum mel. Ég dreif mig því hóstandi af stað. Als óétinn enda mátti engan tíma missa, hvað þá undirbúa slíka skyndiferð. Stundum verður maður að taka ákvörðun á staðnum! Föruneytið var gott Fanney kom líka og Úlfur hestamaður, tveggja ára, afa strákur og ömmu. Við hin fjögur fræknu drifum okkur á austur að Kaldbak og smöluðum hestum í gerði. Greiðlega gekk að ná Illuga hans Finns en aðeins meira bras að handsama Greifa minn. Hann lét sig þó blessaður. Eftir að ég hafði hangið í faxinu á honum í æsilegri viðureign, sem hver farsóttargemlingur getur verið stoltur af. Báðir voru settir vandræðalaust á kerru. Greifi streittist þó á móti og ætlaði ég að gefa honum mola, til að mýkja hann og róa að laða að mér. Þá glumdi í Finni, ætlarðu að verðlauna óþekktina í hestinum. Það þykir ekki góð uppeldisaðferð, en allmikið notuð, að reyna að mýkja börn upp í fýluköstum með því að gefa þeim nammi.
Jæja. Hann Greifi minn fékk ekki nammi fyrr en hann var kominn inn í kerruna. Þá andaði ég léttar, og hóstaði reyndar líka. Fann hvernig hreina loftið lék um lungnapípurnar og ég hresstist við. Hér skyldi ég ekki bera beinin, -heldur hressast. Ný lyftist andinn upp undir Heklu sem gnæfir við sjóndeildarhring. En fleira átti eftir að lyftast. Því í gerðinu biðu nokkrir fleiri hestar. Þar á meðal hinn glófexti gæðingur minn Hálfmáni. Ég ákvað að heilsa upp á hann. Aðeins að láta hann venjast því að vera tekinn og handfjatlaður. En Hálfmáni var ekki á sama máli. Stökk til og hljóp á milli horna. Faxið og taglið sveifluðust í vetrarsólinni og af lýsti. Sólskinshestur. Loks króaði ég hann af í horni einu. En þá tók hann sig til. Lyfti sér til flugs, bringan lenti á efsta plankanum í gerðinu. Brothljóð og plankinn brotnaði og yfir sveif hesturinn. Vá heyrðist úr horni. Hálfmáni hljóp út frelsið. Er það í annað sinn sem ég sé hann fara yfir hestagerði í fullri hæð. Mikill er krafturinn. Það verður gaman að ríða honum einn daginn.
Heimferð gekk vel. Alveg að óskum. Vinir mínir þó dulítið miður sín vegna válegra tíðinda sem ég færði þeim. Stundum er lífið miskunarlaust.
Heima í hesthúsi gekk allt eins og í sögu. Ég sat yfir hestum fram eftir degi. Vildi sjá að Greifi aðalagaðist nýjum heimkynnum. Hann hefur gengið í Haga með Hófi og Glóa svo ég átti ekki von á vandræðum. En þó er allur varinn góður. Enda gott að hugsa í hesthúsum. Heim kominn var ég hálfuppgefinn eftir daginn. Hafði varla heilsu í meira. Bjóst varla við að komast í vinnu daginn eftir. Á mánudagsmorgni.
Á mánudegi gekk óveður yfir og rykkti og skrykkti í landinu öllu. Jarðskjálfti í Krísuvík. Enn ein krísan hugsaði ég. Það er aldeilis að náttúruöflin senda manni skeytin. Allt er tengt í intergalaxíunnar strengjasveit. Gjörningaveður þegar ég kom í hesthúsið. Útburðarvæl í þakrennum. Vindhvinur og strengir fram hjá húsum. Rigningasuddi og slydda. Napurt er vælið. Hestarnir órólegir í gerðinu. Mikil læti í þeim blessuðum. Þeir skilja hugsaði ég. Þeir skilja. Það skiptast á skin og skúrir. Jafnvel hjá sólskinshestum.
Á sunnudagsmorgni hringdi svo Finnur í mig og sagðist tilbúinn að ná í hesta austur á Rangárvelli, hvort ég væri ekki kominn til heilsu. Í svefnrofunum, um kl 11.00, jánkaði ég bættri heilsu og hugði á augabragði að annað hvort lifði ég það af að sjá hesta í haga ella dræpist úr farsótt. Þá væri best að gera það í "guðsgrænni" náttúrinni. Á köldum mel. Ég dreif mig því hóstandi af stað. Als óétinn enda mátti engan tíma missa, hvað þá undirbúa slíka skyndiferð. Stundum verður maður að taka ákvörðun á staðnum! Föruneytið var gott Fanney kom líka og Úlfur hestamaður, tveggja ára, afa strákur og ömmu. Við hin fjögur fræknu drifum okkur á austur að Kaldbak og smöluðum hestum í gerði. Greiðlega gekk að ná Illuga hans Finns en aðeins meira bras að handsama Greifa minn. Hann lét sig þó blessaður. Eftir að ég hafði hangið í faxinu á honum í æsilegri viðureign, sem hver farsóttargemlingur getur verið stoltur af. Báðir voru settir vandræðalaust á kerru. Greifi streittist þó á móti og ætlaði ég að gefa honum mola, til að mýkja hann og róa að laða að mér. Þá glumdi í Finni, ætlarðu að verðlauna óþekktina í hestinum. Það þykir ekki góð uppeldisaðferð, en allmikið notuð, að reyna að mýkja börn upp í fýluköstum með því að gefa þeim nammi.
Jæja. Hann Greifi minn fékk ekki nammi fyrr en hann var kominn inn í kerruna. Þá andaði ég léttar, og hóstaði reyndar líka. Fann hvernig hreina loftið lék um lungnapípurnar og ég hresstist við. Hér skyldi ég ekki bera beinin, -heldur hressast. Ný lyftist andinn upp undir Heklu sem gnæfir við sjóndeildarhring. En fleira átti eftir að lyftast. Því í gerðinu biðu nokkrir fleiri hestar. Þar á meðal hinn glófexti gæðingur minn Hálfmáni. Ég ákvað að heilsa upp á hann. Aðeins að láta hann venjast því að vera tekinn og handfjatlaður. En Hálfmáni var ekki á sama máli. Stökk til og hljóp á milli horna. Faxið og taglið sveifluðust í vetrarsólinni og af lýsti. Sólskinshestur. Loks króaði ég hann af í horni einu. En þá tók hann sig til. Lyfti sér til flugs, bringan lenti á efsta plankanum í gerðinu. Brothljóð og plankinn brotnaði og yfir sveif hesturinn. Vá heyrðist úr horni. Hálfmáni hljóp út frelsið. Er það í annað sinn sem ég sé hann fara yfir hestagerði í fullri hæð. Mikill er krafturinn. Það verður gaman að ríða honum einn daginn.
Heimferð gekk vel. Alveg að óskum. Vinir mínir þó dulítið miður sín vegna válegra tíðinda sem ég færði þeim. Stundum er lífið miskunarlaust.
Heima í hesthúsi gekk allt eins og í sögu. Ég sat yfir hestum fram eftir degi. Vildi sjá að Greifi aðalagaðist nýjum heimkynnum. Hann hefur gengið í Haga með Hófi og Glóa svo ég átti ekki von á vandræðum. En þó er allur varinn góður. Enda gott að hugsa í hesthúsum. Heim kominn var ég hálfuppgefinn eftir daginn. Hafði varla heilsu í meira. Bjóst varla við að komast í vinnu daginn eftir. Á mánudagsmorgni.
Á mánudegi gekk óveður yfir og rykkti og skrykkti í landinu öllu. Jarðskjálfti í Krísuvík. Enn ein krísan hugsaði ég. Það er aldeilis að náttúruöflin senda manni skeytin. Allt er tengt í intergalaxíunnar strengjasveit. Gjörningaveður þegar ég kom í hesthúsið. Útburðarvæl í þakrennum. Vindhvinur og strengir fram hjá húsum. Rigningasuddi og slydda. Napurt er vælið. Hestarnir órólegir í gerðinu. Mikil læti í þeim blessuðum. Þeir skilja hugsaði ég. Þeir skilja. Það skiptast á skin og skúrir. Jafnvel hjá sólskinshestum.
2. mars 2006
Á útskerjum
Átti erfitt með að sofna í gær, enda fossaði úr bólgnum vitum mínum, -inflenzutár. Fékk slæm skútabólgueinkenni með verkjum í andlitsbeinu og sírennsli. Loksins þegar takverkurinn minnkaði í brjóstinu. Varð þá hugsað til vögguvísu sem ég heyrði nýlega og sofnaði með stefið í heilaberkinum. Í dag er ég heyrnalaus.
Sofa urtubörn
á útskerjum.
Veltur sjór yfir þau,
og enginn þau svæfir.
Sofa kisubörn
á kerhlemmum,
murra og mala,
og enginn þau svæfir.
Sofa grýlubörn
á grjóthólum,
urra og ýla,
og enginn þau svæfir.
Sofa bolabörn,
á báshellum,
moð fyrir múla,
og enginn þau svæfir.
Sofa mannabörn,
í mjúku rúmi,
bía og kveða,
og babbi þau svæfir.
Your Personality Profile |
You are elegant, withdrawn, and brilliant. Your mind is a weapon, able to solve any puzzle. You are also great at poking holes in arguments and common beliefs. For you, comfort and calm are very important. You tend to thrive on your own and shrug off most affection. You prefer to protect your emotions and stay strong. |
1. mars 2006
Seyði
Það er ágætt að eiga góða að. Systir mín sá sig auma og sauð handa mér grasaseyði. Úr fjallgrösum týndum norður í Ófeigsfirði á Ströndum. Hún færði mér það í rúmið upp úr hádegi í dag. Seyðið er rammt og rífur í. En eftir einn bolla er mér strax farið að líða betur. Er að reyna að þjösna öðrum bolla í mig núna. Hef reyndar bætt við límonusneið og hunangi sem ég á enn frá því ég reyndi fyrir mér við bakstur hér margt fyrir löngu.
Svei mér þá, ef ég trúi bara ekki á að þetta virki.
Svei mér þá, ef ég trúi bara ekki á að þetta virki.
Óráð
Nú skil ég betur allar áhyggjur af influenzu og stökkbreytingum. Hefði betur látið bólusetja mig sl. haust. Ætla í te og hunang og sítrónur í dag. Auk hinna klassísku einkenna um hausverk, hósta og takverk í síðum með kölduköstum og svitabaði, þá upplifði ég að liggja í óráði í gær. Heldur óskemmtileg reynsla. Ásóttur af illum öndum sem skekktu gólfjalir, svo stólar ruku um köll og ég sjálfur með andlitislömun svo sá ekki út um annað augað. Reyndi af veikum mætti að fara með særingarþulur til að reka burt þennan ófögnuð. Reyndist þá málhaltur og þvöglumæltur. En svo bráði af mér aftur og fagnaði þessum heimi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)