Fór á tónleika með Þursaflokknum. Við, ég og mín fyrrverandi buðum sonum okkar með til að upplifa þá stemmingu og músík sem var vinsæl þegar við vorum á þeirra aldri. Aðeins sá yngri átti heimangengt og hafði gaman af að fara með gamla settinu. Sérstaklega fyndið þótti lagið "hver vill elska 49 ára gamlan mann". Þetta var hin besta skemmtun fyrir okkur þrjú, sem áttum góða kvöldstund saman.
Fyrr um daginn hafði ég farið í fyrstu gönguna í Esju prógraminu með skógfræðingnum og þilskipaskrásetjaranum. En þeir hafa sett sér það markmið að koma okkur í almennilegt gönguform. Reyndar var haft var á orði að útgangur okkar minnti frekar á smala sem orðið hefðu eftir í síðustu göngum en fjallagarpa, ef við vorum bornir saman við aðra sem þar voru á ferð í sömu erindum. Við þurfum að skoða nýjustu græjurnar í þessum bransa.
Á sunnudag fórum við Hólmgeir í útreiðatúr upp að Ellliðavatni í góðu veðri og frábæru færi. Léku knapar og hestar á alls oddi. Hólmgeir á Hófi og ég á Flygli.
Um kvöldið eldaði ég svo lundir og file fyrir drengina og viðhengi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli