Þig hef ég ungur augum leitt,
ástar minnar stjarna.
Þú hefur hug minn hrifið, seitt
hjarta mitt og frið mér veitt
og stráð með blómum brautu mína farna.
Þú hefur lýst mér liðna stund,
ljósið vona minna.
Hvort grátinn eða glaðri lund
gekk ég, þráði ég þinn fund
til þess einnig ylinn þinn að finna.
Hættu ekki, ljúfa ljós,
að lýsa á vegi mínum.
Líf mitt þér að launum kjós.
Lýstu seinast, himinrós,
inn í dauðann veslings vini þínum.
Jóhann Gunnar Sigurðsson
1882-1906
Engin ummæli:
Skrifa ummæli