Tíminn í áföngum lokkandi líður
læðist um vonanna stræti og torg.
Framandi ósnortin framtíðin bíður
færandi hamingju, gleði og sorg.
Lífið er brothætt, lánið er gjöf
leiktu þér aldrei á tæpustu nöf.
Höf: Hákon Aðalsteinsson
1935-
Úr bókinni Imbra.
Hörpuútgáfan, 2002.
5 ummæli:
Hef 2 síðustu línurnar í huga þegar ég vel brekku.
Stjáni
góða ferð í skíðabrekkurnar. vonandi verður vöfflukaffi þegar þú kemur til baka.
ra
Það er aldrei að vita.
Stjáni
Verður mér boðið? kf
Kata,
kíktu á þessa slóð:
http://www.mountainguides.is/66%c2%b0N/
við skógfræðingurinn ætlum að fara í þessa útivist með vikulegu æfingaprógrami. Þið þetta heilsugóða og þrekmikla fólk getið etv tekið þátt í helgargöngunum á helstu fjöll landsins á næstu mánuðum með okkur. Var að vekja athygli KS og GÓ á þessu. Það væri gaman að fara nokkur saman.
ra
Skrifa ummæli