28. febrúar 2008
27. febrúar 2008
26. febrúar 2008
25. febrúar 2008
Þursar og smalar
Fór á tónleika með Þursaflokknum. Við, ég og mín fyrrverandi buðum sonum okkar með til að upplifa þá stemmingu og músík sem var vinsæl þegar við vorum á þeirra aldri. Aðeins sá yngri átti heimangengt og hafði gaman af að fara með gamla settinu. Sérstaklega fyndið þótti lagið "hver vill elska 49 ára gamlan mann". Þetta var hin besta skemmtun fyrir okkur þrjú, sem áttum góða kvöldstund saman.
Fyrr um daginn hafði ég farið í fyrstu gönguna í Esju prógraminu með skógfræðingnum og þilskipaskrásetjaranum. En þeir hafa sett sér það markmið að koma okkur í almennilegt gönguform. Reyndar var haft var á orði að útgangur okkar minnti frekar á smala sem orðið hefðu eftir í síðustu göngum en fjallagarpa, ef við vorum bornir saman við aðra sem þar voru á ferð í sömu erindum. Við þurfum að skoða nýjustu græjurnar í þessum bransa.
Á sunnudag fórum við Hólmgeir í útreiðatúr upp að Ellliðavatni í góðu veðri og frábæru færi. Léku knapar og hestar á alls oddi. Hólmgeir á Hófi og ég á Flygli.
Um kvöldið eldaði ég svo lundir og file fyrir drengina og viðhengi.
Fyrr um daginn hafði ég farið í fyrstu gönguna í Esju prógraminu með skógfræðingnum og þilskipaskrásetjaranum. En þeir hafa sett sér það markmið að koma okkur í almennilegt gönguform. Reyndar var haft var á orði að útgangur okkar minnti frekar á smala sem orðið hefðu eftir í síðustu göngum en fjallagarpa, ef við vorum bornir saman við aðra sem þar voru á ferð í sömu erindum. Við þurfum að skoða nýjustu græjurnar í þessum bransa.
Á sunnudag fórum við Hólmgeir í útreiðatúr upp að Ellliðavatni í góðu veðri og frábæru færi. Léku knapar og hestar á alls oddi. Hólmgeir á Hófi og ég á Flygli.
Um kvöldið eldaði ég svo lundir og file fyrir drengina og viðhengi.
22. febrúar 2008
19. febrúar 2008
ljóð dagsins - 8. febrúar sl.
Það fór fram hjá mér að ég átti ljóð dagsins þann 8. febrúar. Læt það fylgja með:
Ég gekk með Kafka
um kræklótt stræti
þar sem aldéflið
andlit sitt sýndi.
Allt var kyrrt
og enginn á kreiki.
Nú er vor og liðinn vetur,
varmenninn flúið Prag.
En veistu hvað býður
við brúna að handan.
14. febrúar 2008
13. febrúar 2008
11. febrúar 2008
Ad meam stellam - puellam
Þig hef ég ungur augum leitt,
ástar minnar stjarna.
Þú hefur hug minn hrifið, seitt
hjarta mitt og frið mér veitt
og stráð með blómum brautu mína farna.
Þú hefur lýst mér liðna stund,
ljósið vona minna.
Hvort grátinn eða glaðri lund
gekk ég, þráði ég þinn fund
til þess einnig ylinn þinn að finna.
Hættu ekki, ljúfa ljós,
að lýsa á vegi mínum.
Líf mitt þér að launum kjós.
Lýstu seinast, himinrós,
inn í dauðann veslings vini þínum.
Jóhann Gunnar Sigurðsson
1882-1906
9. febrúar 2008
Elliðaárdalur
8. febrúar 2008
Gangan langa og stranga
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)