1. ágúst 2007

Hvers vegna er orðið þjóhnappur notað yfir rass?

Orðið þjó er notað um efsta hluta læris, lend, rass og hnappur er meðal annars notað um eitthvað kollótt og kúlulaga. Orðið þjóhnappur um 'rasskinn' þekkist þegar í fornu máli. Síðari liðurinn –hnappur lýsir nánar hvaða hluta lærisins átt er við, það er það kúpta, kúlulaga, rasskinnina.

(af vísindavefnum. hi.is)

Engin ummæli: