Ferðin hófst 23. júlí frá Leirhöfn á Melrakkasléttu. Fyrsti áfanginn var út með sléttunni að vestanverðu að Grjótnesi, en þar býr einsetu kona sem kýs að búa án rafmgagns og annara þæginda sem við kennum við nútímann. Ekki fengum við að fara nálægt bænun en var heimil för um ystu mörk lands hennar að Núpskötlu og þaðan blasti við Rauðinúpur.
Myndir þessar er hinsvegar úr Öxarfirði og sýna Þorbjörgu og skrásetjara þilskipaútgerðar á austfjörðum í fararbroddi.
Alls voru 42 hestar með í ferðinni. Ferðafélagar voru 12-16 eftir dögum, gestum og leiðsögumönnum úr héraðinu.
Hér stjórna stóðinu, Finnur fararstjóri, Fanney, Þorbjörg og Jónas. Komið að áningu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli