Fór austur í Kringlu næsta bæ við Sólheimum fór í skikann minn sem ég er farinn í huganum að kalla æ oftar Ljósheima. Með dyggri aðstoð og í góðum félagsskap plantaði 115 hríslum.
Keypti 6 reynitré í potti og 30 berróta alaskavíðisplöntur (hríma) í Gróanda/Grásteinum. Þessu plantaði ég eftir kúnstarinnar reglum eftir fyrirskrift skógfræðingsins til að mynda samkeppnisumhverfi fyrir reyniviðinn. Hitti svo garðyrkjufræðing á Þurá síðar um daginn sem lagði blessun sína yfir tiltækið og taldi þetta geta valdi ágætu krosssmiti á sveppagróðri á milli tegunda. Tilraun tvö var svo að reka niður væna lurka af víði, sem ég hafið klippt niður í garðinum hjá mér fyrr um morguninn. Þar fóru niður 32 hreggstaðavíðishríslur og 46 alaskavíðihríslur, en fróðir menn segja að þetta eigi að geta gengið. Það verður spennandi að sjá hvort þetta heppnast.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ráð skógfræðingsins hafa reynst okkur afar vel. Ég óttast reyndar afkomu trjánna okkar fyrir norðan eftir kulda síðustu vikna en ég get engu breytt með veðrið svo það er eins gott að vera ekki að missa svefn yfir þessu og sætta sig orðinn hlut.
Hva á ekki að setja líka niður berjarunna? Kem með ósk um það allar tegundir líka kirsuber, skógfræðingurinn hlýtur að geta fundið góðan stað fyrir þá ef þú berð honum kveðju mín og segir hvað frek ég er kv sys
það er að minnsta kosti nægjanlegt berangur þar.
Skrifa ummæli