5. febrúar 2007

Keisarinn er alsber

Loksins, loksins. Almennilegur hægri maður og auðjöfur og f.v. forsetaframbjóðandi í BNA hefur bent á það sem við höfum öll vitað lengi en enginn þorað að nefna. Það eru skussar sem eru við stjórn Seðlabankans og efnahagsstefna ríkisins er í molum. Hann er á leið til landsins.

FORBES leggur til að við tökum umsvifalaust upp Evru og leggjum niður Seðlabankann enda viti menn þar ekkert hvað þeir eru aðg gera.

Ærir tekur undir þetta, enda lengi vitað að stefna seðlabankans með að hækka alltaf og stöðugt stýrivexti hefur engu skilað nema aukinni verðbólgu og útgjaldaaukningu heimilanna. Það að hækka stýrivexti, leiðir til ásóknar í krónuna og verðbréf í ísl. krónum sem hefur þau áhrif að krónan styrkist. Innfluttar munaðarvörur lækka og eyðslan eykst. Við það eykst verðbólgan. Þegar verðbólgan eykst hækka lánin mín. Einfallt dæmi sem jafnvel ég skil. Endalaus hringavitleysa. En loksins þorir einhver að benda á nýju fötin keisarans. Komdu fagnandi Forbes.

Engin ummæli: