Heitasti staðurinn í dag er auðvitað í kvosinni. Fór með strákana á veitingastaðinn Icelandic Fish and Chips í Tryggvagötu.
Fengum þar rétt dagsins: Háf sem borinn var fram með wasabi skyrónesi, stökkum kartöflum (ekki frönskum) og engiferöli. Engiferölið er pressuð fersk engiferrót með kolsýrðu vatni. Allra meina bót. Í eftirrétt fengum við hollustu epla múffur án hveitis og sykurs og indælis kaffi.
Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég borða háf sem reyndist hinn ljúfengasti fiskur.
Mæli með staðnum.
Verð á aðalrétti með meðlæti 1000-1300 kr.
Prófið fersk pressuðu drykkina þeirra (160kr) og Latte.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Karlmenni eigi að halda sig við eitthvað annað en "latte"!
Halur
hvað drekka karlmenn?
Skrifa ummæli