8. febrúar 2007

Ekki af baki dottinn

Nú er yngri sonurinn byrjaður í hestamennsku.
Hér tekur hann Skuld til kostanna.
Ætli hann verði ekki föðurbetrungur í þessu, amk hefur hann hugrekki móður sinnar. Frétti að hann hefði sprett úr spori í fyrsta tíma reiðnámskeiðsins. Faðir hans á hinn boginn var bestur í Gustav Vasa sporinu (þ.e. styttunni) í sínum fyrsta tíma. Þótti þá betra að flikkið í klofinu hreyfðist lítið, þ.e.a.s. hesturinn hann Sokki.

Engin ummæli: