Þá er hefur litla drengnum mínum hlotist sá heiður að myndir af honum birtust í gær í nýjast tölublaði séð og heyrt ásamt fleira frægu fólki. Hann var nefnilega að leika í Sódómu Reykjavíkur í uppfærslu Talíu, leikfélags M.S.  Í sama blaði er umfjöllun um stúlkukindina hana Silvíu nótt.  Kannski er þetta allt barasta að verða ein Sódóma. 
En stráksi myndast vel og stóð sig með afbrigðum ágætlega á frumsýningunni.  Sprakk ekki úr hlátri fyrr en á annari sýningu.  En þá voru allir svo glaðir að fáir tóku eftir.  Svona er glaðværð og leikgleðin mikil.
23. febrúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
 
 
2 ummæli:
Loksins fékk ég gilda ástæðu til að lesa Séð og heyrt - en heppilegt að ég er einmitt að fara á hárgreiðslustofu á morgun! Til hamingju með soninn, þetta eru nú meiri myndarpiltarnir sem þið eigið ;-)
Það má nú segja. Ekki illa gerðir strákarnir mínir.
Skrifa ummæli