16. febrúar 2006

Leiklist

Fór á leiksýningu hjá Thalíu, leikfélagi MS og sá Sódómu Reykjavíkur. Yngri sonurinn tók þátt í stykkinu og gekk rennslið vel, svo ég reyni að tileinka mér tungutakið. Drengurinn er stóð sig með ágætum. Lék eitt af burðarhlutverkunum, sem Elli. Skilaði því vel. En í sýningunni var áberandi leikgleði. Krakkarnir höfðu búið til sína eigin leikgerð upp úr bíómyndinni, sömdu texta og dans. Sýningin var fjölmenn og svo voru þau með eigin hljómsveit. Eitthvað fyrir alla, amk marga og þeir sem að þessu komu eru reynslunni og gleðinni ríkari.

Gratulera sonur sæll.

Engin ummæli: