24. janúar 2008

Réttur dagsins

Mexico tortillu salat.

Saxaður rauðlaukur settur í botn á fati að miðlungs stærð
Síðan ein askja af rjómaosti yfir laukinn
Og síðan salsasósu þar yfir eina stóra krukku eða 2 litlar (hot eða medium eftir smekk)
Brytja síðan tómata,papriku og tildæmis agúrkur þar yfir, má vera eftir smekk hvers og eins.
Þetta er látið standa i kæliskáp yfir nótt og síðan sett í skálar og borið fram með tortillaflögum, einnig er gott að hafa snittubrauð með.
Smart er að skreyta salatið með því að stinga tortillaflögum ofan í það.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

er þetta afmælismaturinn, mikið asskoti er það þunnur þrettándi.Til hamingju með daginn hlakka til á næsta ári þegar þú verður FULLORÐINN sys

Nafnlaus sagði...

Þá verður nú eitthvað skárra að fara í sviðaveisluna hjá Bíu frænku á bóndadaginn. RA