Fákar sýna viljan vakra
verður gjarnan til ein staka
Kveð í bili en kem til baka
til kosta mun þá Hóf minn taka
31. janúar 2008
Til Hófs
29. janúar 2008
Til einnrar fótkaldrar
Kuldi er ei konum hollur
kúri þær í húminu
Fer um karla kaldur hrollur
ef krókna tær í rúminu
kúri þær í húminu
Fer um karla kaldur hrollur
ef krókna tær í rúminu
28. janúar 2008
Fákar
Brúnirnar þyngjast. Þeir harðna á hvarm.
Það hrökkva af augunum neista él.
Riðullinn þyrpist með arm við arm.
Það urgar í jöxlum við bitul og mél.
Þeir stytta sporin. Þeir stappa hófum
og strjúka tauma úr lófum og glófum.
Höfuðin lyftast. Hin lifandi vél
logar af fjöri undir söðulsins þófum.
(höf: Einar Benediktsson)
26. janúar 2008
Gönguáætlun
25. janúar 2008
Flygill
Flygill minn hefur átt við krankleika að stríða í haust. Kom í hús með holdhnjóska á baki þannig að hann hefur verið á sjúkrabeði í mánuð og stjanað við hann. Fór ekki að taka framförum fyrr en ég klæddi hann í kjól á nóttunni. Fékk loks að fara á bak þann 23. janúar sl.
Fór í túr á Flygli mínum,
flugum yfir á draumaströnd
Færi sögu í fáum línum
á ferð mér héldu engin bönd.
Hátt við svifum um himingeiminn
hurfum bak við sjónarrönd.
Minnist glaður dagsins dreyminn
dulin birtust fáksins lönd.
24. janúar 2008
Árlegur viðburður
Hélt upp á árlegan viðburð. Fékk góðar gjafir m.a. göngustafi frá konu sem hefur skjaldmeyjarhjarta í brjósti. Í því fellst hvatning.
Réttur dagsins
Mexico tortillu salat.
Saxaður rauðlaukur settur í botn á fati að miðlungs stærð
Síðan ein askja af rjómaosti yfir laukinn
Og síðan salsasósu þar yfir eina stóra krukku eða 2 litlar (hot eða medium eftir smekk)
Brytja síðan tómata,papriku og tildæmis agúrkur þar yfir, má vera eftir smekk hvers og eins.
Þetta er látið standa i kæliskáp yfir nótt og síðan sett í skálar og borið fram með tortillaflögum, einnig er gott að hafa snittubrauð með.
Smart er að skreyta salatið með því að stinga tortillaflögum ofan í það.
Saxaður rauðlaukur settur í botn á fati að miðlungs stærð
Síðan ein askja af rjómaosti yfir laukinn
Og síðan salsasósu þar yfir eina stóra krukku eða 2 litlar (hot eða medium eftir smekk)
Brytja síðan tómata,papriku og tildæmis agúrkur þar yfir, má vera eftir smekk hvers og eins.
Þetta er látið standa i kæliskáp yfir nótt og síðan sett í skálar og borið fram með tortillaflögum, einnig er gott að hafa snittubrauð með.
Smart er að skreyta salatið með því að stinga tortillaflögum ofan í það.
23. janúar 2008
18. janúar 2008
Sendi þetta á mjög svo þögulann vin minn um þessar mundir
Dauður ekki alveg enn,
er hér von á bögu?
Skrifar annál skemmtir senn
skráir Halur sögu!
er hér von á bögu?
Skrifar annál skemmtir senn
skráir Halur sögu!
16. janúar 2008
Nýr skógarvörður á Suðurlandi
Í 11. veldi
Búinn að skilja 5. veldið - á hraðri leið í það 11.
Enda í samsíða heimi. Hver mun þá elda ofan í þá á þriðjudögum og sunnudögum. Nema ég eldi allar máltíðir framtíðarinnar á einu bretti og sendi um ormagryfjur (holur) á milli heimshluta (ekki í merkingu hins þríviða heims; -heldur annars heims).
(færsla tileinkuð sonum mínum)
Enda í samsíða heimi. Hver mun þá elda ofan í þá á þriðjudögum og sunnudögum. Nema ég eldi allar máltíðir framtíðarinnar á einu bretti og sendi um ormagryfjur (holur) á milli heimshluta (ekki í merkingu hins þríviða heims; -heldur annars heims).
(færsla tileinkuð sonum mínum)
15. janúar 2008
Quantum café
Er að reyna að ganga í gegnum vegg.
Ætla að reyna það í n-ta sinn í dag.
Lendi alltaf á honum,
þrátt fyrir vísindalegar kenningar
um að það sé ekki útilokað,
að einn daginn komist ég í gegn.
(er að læra strengjafræði - og var að kynna mér quantum theorem; allt vegna áskoranna frá sonum mínum; mæli með þáttum um strengjafræði).
14. janúar 2008
Táin á karli föður mínum
Þetta söng karl faðir minn víst oft þegar hann var búinn að fá í aðra tána.
(Guðmundur Guðmundsson, skólaskáld)
Sólsetursljóð.
Nú vagga sér bárur í vestanblæ
að viði er sólin gengin
Og kvöldroðinn leikur um lönd og sæ
og logar á tindunum þöktum snæ
og gyllir hin iðgrænu engin.
En englar smáir með bros á brá
í blásölum himins vaka,
og gullskýjum á þeir gígjur slá,
og glaðkvikan bárusöng ströndinni hjá
í einu þeir undir taka.
(Guðmundur Guðmundsson, skólaskáld)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)