Sonurinn í baði á Laugafelli, nálægt miðpunkti Íslands, norðan Hofsjökuls.
Fyrstu nóttina dvöldum við í Kerlingafjöllum. Fórum þaðan í Hveravelli í bað í heitulauginni þar og svo inn í Þjófadali. Þar lærði drengurinn á fjórhjóladrifið og keyra upp snarbrattar brekkur (á vegi náttúrulega). Næstu nótt vorum við í Laugafelli við Sprengisandsleið.
Sólarlag á menningarnótt við Frostastaðavatn. Vorum síðustu nóttina, þ.e. á meðan 100.000 íslendingar voru að skemmta sér á menningarnótt vorum við einu íslensku ferðamennirnir í Landmannalaugum. Sváfum þar í fjallaskála ferðafélagsins eins og allar hinar næturnar. Yndislegt að vera einangraður frá umheiminum.
Á sunnudegi, eftir að hafa farið í bað í lauginni í Landmannalaugum. Gengið svolítið um svæðið og notið litafegurðar fjallana héldum við heim á leið og komum seint og um síðir til Reykjavíkur sælir og ánægðir með ferðina.
Sérstakar þakkir: Landsímanum, símanum ogVodafón eru hér með færðar þakkir fyrir að hafa ekki komið á síma- og tölvusambandi á miðhálendið og að enn skuli vera til skikar þar sem hægt er að einangra sig frá slíkum friðþjófum.