
Í síðustu viku fór ég á þrenna tónleika. Réttara sagt 2,5. Við feðgar fórum á hina Eivöru færeying og síðan á bláa skugga þar hljómsveit SF og Egill nokkur Ólafsson og turtildúfan Ragnheiður Gröndal sungu undir. Eftir hlé stigu á stokk gamlir og reyndir jassistar og léku af fingrum fram. Hálfu tónleikarnir voru hálfgerður bömmer, reyndar ekki nema fyrir mig. Á laugardagskvöld fór ég í mat hjá vinum mínum og borðaði á kostnað velferðarsviðs höfuðstaðarins. Síðan átti að taka við sveifla og afróbít á Nasa og þangað fór ég en kenndi til vanmáttar, svo lítið varð úr afrósveiflunni sem annars hefði orðið tilefni margra færslna.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli