 Alltaf ber eitthvað nýtt við. Gerði merka uppgötvun á einu kaffihúsi borgarinnar, en þangað ven ég komur mína í morgunkaffi eða dögurð um helgar.  Það er nefnilega hin þjóðlegi réttur flatkökur, en þessar eru með humus, spínati og kóriander og er ótrúlega frábær morgunhressing.  Mæli með þessu!
Alltaf ber eitthvað nýtt við. Gerði merka uppgötvun á einu kaffihúsi borgarinnar, en þangað ven ég komur mína í morgunkaffi eða dögurð um helgar.  Það er nefnilega hin þjóðlegi réttur flatkökur, en þessar eru með humus, spínati og kóriander og er ótrúlega frábær morgunhressing.  Mæli með þessu!Í síðustu viku fór ég á þrenna tónleika. Réttara sagt 2,5. Við feðgar fórum á hina Eivöru færeying og síðan á bláa skugga þar hljómsveit SF og Egill nokkur Ólafsson og turtildúfan Ragnheiður Gröndal sungu undir. Eftir hlé stigu á stokk gamlir og reyndir jassistar og léku af fingrum fram. Hálfu tónleikarnir voru hálfgerður bömmer, reyndar ekki nema fyrir mig. Á laugardagskvöld fór ég í mat hjá vinum mínum og borðaði á kostnað velferðarsviðs höfuðstaðarins. Síðan átti að taka við sveifla og afróbít á Nasa og þangað fór ég en kenndi til vanmáttar, svo lítið varð úr afrósveiflunni sem annars hefði orðið tilefni margra færslna.
 Þess má geta að í morgun var mér boðið að gerast partner á tangónámskeiði sem er að hefjast.  Ef það er ekki góð byrjun á vikunni þá veit ég ekki hvað.  En þori ég?
Þess má geta að í morgun var mér boðið að gerast partner á tangónámskeiði sem er að hefjast.  Ef það er ekki góð byrjun á vikunni þá veit ég ekki hvað.  En þori ég?
 
 
Engin ummæli:
Skrifa ummæli