Hrím
Hrímkaldur hugur
heilsar í vetrarbyrjun
á hvítum fáki.
(september 2007; hæka nr 2)
28. september 2007
21. september 2007
20. september 2007
You're Cry, the Beloved Country!
by Alan Paton
Life is exceedingly difficult right now, especially when you put more
miles between yourself and your hometown. But with all sorts of personal and profound
convictions, you are able to keep a level head and still try to help folks, no matter
how much they harm you. You walk through a land of natural beauty and daily horror. In the end, far too much is a matter of black and white.
Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.
3. september 2007
Vikan sem leið
Alltaf ber eitthvað nýtt við. Gerði merka uppgötvun á einu kaffihúsi borgarinnar, en þangað ven ég komur mína í morgunkaffi eða dögurð um helgar. Það er nefnilega hin þjóðlegi réttur flatkökur, en þessar eru með humus, spínati og kóriander og er ótrúlega frábær morgunhressing. Mæli með þessu!
Í síðustu viku fór ég á þrenna tónleika. Réttara sagt 2,5. Við feðgar fórum á hina Eivöru færeying og síðan á bláa skugga þar hljómsveit SF og Egill nokkur Ólafsson og turtildúfan Ragnheiður Gröndal sungu undir. Eftir hlé stigu á stokk gamlir og reyndir jassistar og léku af fingrum fram. Hálfu tónleikarnir voru hálfgerður bömmer, reyndar ekki nema fyrir mig. Á laugardagskvöld fór ég í mat hjá vinum mínum og borðaði á kostnað velferðarsviðs höfuðstaðarins. Síðan átti að taka við sveifla og afróbít á Nasa og þangað fór ég en kenndi til vanmáttar, svo lítið varð úr afrósveiflunni sem annars hefði orðið tilefni margra færslna.
Þess má geta að í morgun var mér boðið að gerast partner á tangónámskeiði sem er að hefjast. Ef það er ekki góð byrjun á vikunni þá veit ég ekki hvað. En þori ég?
Í síðustu viku fór ég á þrenna tónleika. Réttara sagt 2,5. Við feðgar fórum á hina Eivöru færeying og síðan á bláa skugga þar hljómsveit SF og Egill nokkur Ólafsson og turtildúfan Ragnheiður Gröndal sungu undir. Eftir hlé stigu á stokk gamlir og reyndir jassistar og léku af fingrum fram. Hálfu tónleikarnir voru hálfgerður bömmer, reyndar ekki nema fyrir mig. Á laugardagskvöld fór ég í mat hjá vinum mínum og borðaði á kostnað velferðarsviðs höfuðstaðarins. Síðan átti að taka við sveifla og afróbít á Nasa og þangað fór ég en kenndi til vanmáttar, svo lítið varð úr afrósveiflunni sem annars hefði orðið tilefni margra færslna.
Þess má geta að í morgun var mér boðið að gerast partner á tangónámskeiði sem er að hefjast. Ef það er ekki góð byrjun á vikunni þá veit ég ekki hvað. En þori ég?
Tæknilæg
Jæja þá er síðan aftur opinn eftir ýmsar lagfæringar á tæknihliðinni og bráðum fer ferðasaga sumarsins að koma, sem ég veit skv. tölvupóstum og skeytasendingum að beðið er með mikilli eftirvæntingu. Hún mun mjatlast inn hægt og bítandi enda frá mörgu að segja.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)