Ég hef verið latur við að blogga. Þessi árátta hefur verið að fjara út, en í dag var 20.000. heimsóknin til Æris. Nákvæmlega ellefu sekundum betur en tuttugug og sex mínutur yfir tvö. 14:26:11. Einhver sem kemur af og til, etv reglulega nafnlaust og hljóðlaust, eins og flestir aðrir. Flettingarnar eru komnar vel yfir 40.000. Ég veit ekki hvort þetta telst mikill eða lítill lestur en mér finnst hann ærinn og ótrúlegt að nokkur nenni að fylgjast með tuðinu í mér, -svona þegar ég yfir höfuð nenni núorðið að færa það á blað.
Kannski lifnar yfir síðunni síðar.
Góðar stundir.
6. apríl 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)