Nú skal leika á langspilið veika
og lífsins minnast í kveld,
hjartanu orna við hljóma forna
og heilagan jólaeld,
meðan noðurljós kvika
og blástjörnur blika
og boganum mínum ég veld.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Sendi þetta fallega kvæði sem mér barst, til ykkar allra. Megi árið framundan verða ykkur til heilla og gæfu.