Í dag er hörkufrost í Reykjavík. Tólf stig í mínus. Við feðgarnir þrír drifum okkur á Gráa köttinn og fengum okkur morgunmat. Annar sonanna hafði verið í vísindaferð í gær í ónefnt bankaútibú og bað um lítinn skammt af amerískum vöfflum. Þegar daman kom með matinn til okkar spurði hún: "og hver er svo með barna skammtinn"? Ég og hinn fengum okkur hinsvegar almennilega skammt við hæfi fullorðinna með fulla heilsu.