Fyrst voru nokkur smátt skorin hvítlauksrif, einn smátt skorinn rauðlaukur steiktur í blöndu af smjöri og olíu á pönnu í nokkrar mínútur þar til mjúkt. Saltað og piprað og kryddað með hnífsoddi af chilipipar. Því næst var smárri hörpuskel, risarækjum og blönduðum sjávarkokteil skellt á pönnuna og svissað aðeins að utan og veitt af pönnunni. Þá var smá hvítvíni skvett yfir, alkóhólið soðið af, hálfri dós af niðursoðnum tómötum bætt saman við, slatti af rjóma (Ragnar notaði rjómaost en hann átti ég ekki), og sjávarfanginu bætt aftur saman við.
19. nóvember 2008
Sjávarréttarpasta
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli